Lokasprettur loðnuvertíðar

Núna er að síga á seinni hluta loðnuvertíðarinnar en hafa veður verið okkur frekar óhagstæð.  Hafa skipin okkar verið að landa hrognum bæði í Neskaupstað og í Helguvík.

Beitir NK er á leið til Neskaupstaðar með um 1.900 tonn.  Börkur NK landaði 800 tonnum í Helguvík í gær og er að veiðum.  Birtingur NK er að veiðum.  Vilhelm EA landaði 600 tonnum í Helguvík í gær.  Erika er að landa 750 tonnum í Helguvík í dag.  Bjarni Ólafsson kom til Neskaupstaðar um miðnætti í gær og er verið að vinna hrogn úr honum.

Bjartur NK er væntanlegur í land á fimmtudagskvöld.  Barði NK er að veiðum.

Loðnuveiðin hefur gengið vel

Góð veiði hefur verið á loðnumiðunum og skipin verið í stanslausum ferðum á milli miða og hafna undanfarna daga. 

Vilhelm EA verður á Seyðisfirði með fullfermi í dag, Erika landaði í Helguvík í gær og eru að veiðum.  Hákon EA er að landa í Neskaupstað.  Bjarni Ólafsson AK er á leið á miðin.

Beitir NK og Börkur NK eru á leið til Norðfjarðar með fullfermi og er væntanlegir í dag og nótt.  Birtingur NK er kemur í nótt með fullfermi til Seyðisfjarðar.

Barði NK er væntanlegur í fyrramálið til Norðfjarðar. 
Bjartur NK er að fara í togararall Hafró á morgun.

Loðnufréttir

Góð veiði hefur verið á loðnumiðunum síðustu daga.

Beitir NK kom á miðin í gærmorgun og er að veiðum.  Hákon EA fyllti í gær og verður í Neskaupstað í kvöld.  Börkur NK landaði á Seyðisfirði í nótt og heldur strax til veiða og búið er að landa.  Erika fyllti í gærmorgun og er á leiðinni til Seyðisfjarðar. Bjarni Ólafsson AK er á leiðinni á miðin en hann var að landa fullfermi í Neskaupstað í gær.  Birtingur NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með fullfermi en bæði er unnið í frystingu og bræðslu í Neskaupstað.  Vilhelm EA landaði um 1.600 tonnum í Helguvík í nótt og er á leiðinni á miðin.

 

Mokveiði á loðnumiðunum í gær

Mokveiði var í gær á miðunum og fylltu þau skip sig sem þar voru í ágætis veðri.

Beitir NK fyllti í gær og verður í Neskaupstað um 15:00 í dag, unnið verður úr honum bæði í bræðslu og frystingu.  Erika fyllti í gær og er að landa fullfermi í Helguvík núna. Birtingur NK er að landa fullfermi í Neskaupstað í dag, unnið er úr honum bæði í bræðslu og frystingu.  Bjarni Ólafsson AK landaði fullfermi í Neskaupstað í nótt og er á leiðinni á miðin.  Vilhelm EA landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og Börkur NK er að landa fullfermi þar núna.  Hákon EA er að veiðum.

Bjartur NK er að landa um 70 tonnum í dag og er uppistaða aflans þorskur og ýsa.
Barði NK er að veiðum.