Veiðiferðirnar taka einn og hálfan sólarhring
- Details
- Skrifað: 13. Apríl 2021

Gott kolmunnahol. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonSíldarvinnsluflotinn hélt til kolmunnaveiða frá Neskaupstað í gær. Beitir NK lét fyrstur úr höfn í gærmorgun, síðan Bjarni Ólafsson AK í hádeginu, þá Börkur NK síðdegis og loks Polar Amaroq. Gert er ráð fyrir að kolmunninn gangi norður úr skosku lögsögunni og inn á hið svonefnda gráa svæði um þessar mundir og þá geta skipin hafið veiðar. Heimasíðan sló á þráðinn til Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra á Berki en skipið var þá statt í bullandi brælu. „Hér eru 25-30 metrar og heldur leiðinlegt veður og það verður bræla áfram samkvæmt spá, alveg fram á annað kvöld. Það er engin veiði hafin á gráa svæðinu. Oft hefur veiðin byrjað þar upp úr 10. apríl og stundum reyndar fyrr eða 4.-5. apríl. Í fyrra hófst veiðin hinsvegar seint. Mig minnir að það hafi verið 16. apríl. Þetta er svolítið breytilegt á milli ára en þetta kemur,“ segir Hjörvar.
Smíðin á nýjum Berki er nú á lokastigi hjá skipasmíðastöð Karstensens í Skagen í Danmörku. Karl Eskil Pálsson fréttamaður hjá N4 heimsótti Skagen á dögunum og fræddist um smíði skipsins. Hér má skoða fréttamynd frá heimsókninni.
Niðurlagningarverksmiðja Síldarvinnslunnar tók til starfa árið 1971. Dós með niðurlögðum sjólaxi frá Síldarvinnslunni.
Ljósm. Guðmundur Sveinsson
Síldarsöltunaraðstaðan sem Síldarvinnslan festi kaup á árið 1965 (söltunarstöðin Ás) var notuð í síðasta sinn árið 1971. Ljósm. Skjala- og myndasafn Norðfjarðar
Fundarboð Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf.
Verður haldinn föstudaginn 26. mars 2021 í Safnahúsinu, Neskaupstað, kl. 11:00. Athygli er vakin á því að vegna sóttvarnarreglna kann að vera nauðsynlegt að skipta upp fundinum.
Dagskrá:
Breytingar eru fyrst og fremst gerðar vegna fyrirhugaðrar skráningar félagsins á verðbréfamarkað.
Helstu breytingar í 2. kafla:
Helstu breytingar í 4. kafla:
Helstu breytingar í 5. kafla:
Stjórn Síldarvinnslunnar hf.
Polar Amaroq að veiðum vestur af Öndverðarnesi.
Ljósm Kristján Már UnnarssonHinn 6. mars sl. fann grænlenska skipið Polar Amaroq stóra loðnutorfu undir Látrabjargi. Þarna óð loðnan og segir Geir Zoëga skipstjóri að hann hafi aldrei áður séð vaðandi loðnu á vetrarvertíð. „Þetta var vaðandi hrygningarloðna og torfan var býsna stór. Líklega var hún 1 km á kant eða svo, eða um 1.000.000 fermetrar. Það var gríðarlegt líf þarna og það var svo mikið af fugli að fuglagerið sást greinilega á radar. Ljóst var að þarna var loðnan að gera sig klára til hrygningar og þarna um kvöldið lagðist hún og hrygndi. Við köstuðum með litlu loðnunótinni og fengum svo mikið að við sprengdum, nótin rifnaði öll. Sem betur fer erum við með tvær nætur um borð og kláruðum vertíðina vestur af Öndverðarnesi með stóru nótinni. Þetta er búin að vera flott loðnuvertíð þrátt fyrir lítinn kvóta því verð eru mjög há. Það hefur verið hagstætt tíðarfar og svo hefur líka víða verið loðna þannig að það hafa aldrei verið vandræði að fiska. Við á Polar Amaroq erum búnir að veiða 6.747 tonn á vertíðinni og nú fara menn að undirbúa skipið fyrir kolmunnann,“ segir Geir.
Torfan undir Látrabjargi sést á „asdikkinu“ hægra megin en fuglagerið á radarnum vinstra megin. Ljósm. Geir Zoëga
Það er alltaf spenna þegar kastað er á loðnutorfu og fagnað þegar torfan reynist vera inni. Það er Sigurður Grétar Guðmundsson stýrimaður sem fagnar. Ljósm. Geir Zoëga