Heimskókn frá Verkmenntaskóla Austurlands
- Details
- Skrifað: 28. September 2011

Takk kærlega fyrir okkur.
Skrifstofan skellti sér á skíði s.l. mánudag í sól og blíðu. Þetta var hin skemmtilegasta ferð og margir fóru á skíði í fyrsta sinn í mörg ár. Eftir daginn voru svo veitt verðlaun fyrir hinar ýmsu uppákomur og kúnstir. Frábær dagur í Skarðinu.
Undanfarnar 2 vikur hefur farið fram spurningakeppni fyrirtækjanna í bænum. Keppnin er haldin af 9. bekk Nesskóla í fjáröflunarskyni og hefur verið hin skemmtilegasta og svolítið í anda sjónvarpsþáttarins Útsvars.
Síldarvinnslan hf. sendi frá sér 3 lið í keppnina, frá skrifstofu, bræðslu og fiskiðjuveri. Lið okkar veittu öll keppinautum sínum harða samkeppni en því miður komst ekkert þeirra áfram.
Meðfylgjandi myndir tók Guðlaugur Birgisson.
Hjá okkur er búið að vera mikið að gera í morgun við að taka á móti krökkum í allsskonar búningum. Krakkarnir hafa sungið fyrir okkur og fengið harðfisk að launum.
Kl. 15:00 byrjar svo grímuball í íþróttahúsinu þar sem tunnan verður slegin og farið verður í leiki.