Birtingur NK til makrílrannsókna við Grænland

Birtingur survey

Þær stöðvar sem rannsóknirnar ná til. Birtingur NK mun taka stöð 13-29. Ljósm: Grønlands Naturinstitut 

Á morgun er ráðgert að Birtingur NK láti úr höfn í Neskaupstað en Grønlands Naturinstitut hefur tekið skipið á leigu til makrílrannsókna. Fyrst verður haldið til Reykjavíkur þar sem rannsóknaleiðangurinn verður undirbúinn en síðan er ráðgert að rannsóknirnar fari fram dagana 28. júlí til 9. ágúst. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson mun einnig taka þátt í rannsóknunum. Ákveðnar hafa verið 29 togstöðvar og mun Árni Friðriksson toga á stöðvum 1-12 en Birtingur á stöðvum 13-29. Á meðfylgjandi korti sjást togstöðvarnar merktar og á því sést að Birtingur mun sinna rannsóknum bæði austan og vestan við Hvarf.

Skipstjóri á Birtingi í rannsóknaleiðangrinum verður Steinþór Hálfdanarson en átta manns verða í áhöfn. Auk áhafnarinnar verða fimm vísindamenn frá Grønlands Naturinstitut um borð. Leiðangursstjóri verður dr. Anna Ólafsdóttir.

Mjög góð makrílveiði

DSC03108

Beitir NK kemur til löndunar. Ljósm: Sylvía Kolbrá Hákonardóttir

Eftir tvo daufa daga á makrílmiðunum hefur veiðin glæðst mikið. Í Neskaupstað er verið að landa úr Bjarna Ólafssyni AK og Beitir NK kom í hádeginu með 780 tonn. Tómas Kárason skipstjóri á Beiti segir að síðari hluti veiðiferðarinnar hafi gengið eins og í sögu. „Við byrjuðum á að taka tvö hol fyrir austan, þar var fiskur en hálfgerð bræla og auk þess var aflinn þar síldarblandaður. Þá færðum við okkur suður í Breiðamerkurdýpi og þar tókum við tvö tveggja tíma hol. Í fyrra holinu fengum við 400 tonn og 180 tonn í því síðara. Þarna var mikið að sjá og staðreyndin er sú að vart verður við makríl víða,“ sagði Tómas. Að sögn Tómasar höfðu bátar streymt á miðin í Breiðamerkurdýpinu og voru að gera það ágætt. Þarna var Börkur kominn og einnig Hákon, Lundey og Venus.

Nú veiðist makríllinn austar

Bjarni Ólafsson AK að landa makríl og Börkur NK að koma til löndunar. Ljósm. Hákon ErnusonBjarni Ólafsson AK að landa makríl og Börkur NK að koma til löndunar. Ljósm. Hákon ErnusonBjarni Ólafsson AK er að landa 440 tonnum af makríl í fiskiðjuverið í Neskaupstað en um hádegisbil kemur Beitir NK með 240 tonn. Börkur NK er einnig á landleið með 600 tonna afla. Skipin hafa til þessa helst verið að veiðum bæði vestan og austan við Vestmannaeyjar en Beitir fékk sinn afla mun austar. Heimasíðan hafði samband við Tómas Kárason skipstjóra á Beiti og spurði hann um veiðiferðina. „Við tókum eitt hol í Breiðamerkurdýpinu, toguðum í um tvo tíma og fengum 240 tonn“, sgaði Tómas. „Við vorum kallaðir inn með þennan afla, enda vilja menn gjarnan fá að skoða fiskinn sem fæst á þessum slóðum og það stóð líka vel á að fá okkur inn núna strax. Við fengum aflann 90 mílum austar en við höfum verið að veiða hingað til og það munar svo sannarlega um þá vegalengd. Það virðist vera mikið af makríl víða en menn vilja forðast það að fá síld sem meðafla og þess vegna er mest veitt þar sem unnt er að fá hreinan makríl eða því sem næst. Mér líst annars vel á vertíðina, hún fer ágætlega af stað“.
 
Vinnslan á makrílnum í fiskiðjuverinu í Neskaupstað hefur gengið vel til þessa.

Fjölskylda stýrimannsins hafði góð áhrif á fiskiríið

Alsæl fjöskylda að loknum makríltúr. Ljósm. Hákon ErnusonAlsæl fjöskylda að loknum makríltúr. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK kom til hafnar í Neskaupstað í gærkvöldi með 735 tonn af makríl sem verið er að vinna í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Aflinn fékkst í fjórum holum á 15 klukkustundum þannig að aflabrögðin verða að teljast afar góð. Með í þessari veiðiferð var fjölskylda Atla Rúnars Eysteinssonar stýrimanns; Ingibjörg Ösp Jónasardóttir kona hans og synirnir Sölvi Þór sex ára og Sindri tveggja ára. 
 
Atli Rúnar var afskaplega ánægður með túrinn: „Það var ljúft og gott að hafa þau með og það er augljóst að þau eru engar fiskifælur,“ sagði Atli Rúnar. „Þau voru glöð og kát allan túrinn og hann var algjört ævintýri fyrir strákana.“  
 
Ingibjörg Ösp tók undir með manni sínum: „Þetta var rosalega skemmtilegt og það fór afar vel um okkur um borð. Skipið hreyfðist ekki og ekkert bar á sjóveiki. Ég hef einu sinni áður farið í sjóróður, en það var með pabba á dragnótabáti frá Þorlákshöfn og þá var ég sko sjóveik. Ég var feginn því að svona vel fiskaðist, en við hefðum örugglega fengið að heyra það ef illa hefði gengið. Meira að segja höfðu menn orð á því um borð að líklega væri best að setja Atla Rúnar í land og hafa okkur áfram um borð því við hefðum augljóslega góð áhrif á fiskiríið. Það var gaman að sjá hvernig þessar veiðar fara fram og litlu strákarnir skemmtu sér vel. Þeir fengu lifandi fiska, settu þá í fiskikar og fylgdust með þeim. Í karinu voru makríll, síld, nokkrir urrarar og síðan steinsuga sem vakti hvað mesta lukku. Strákunum var kennt að búa sig rétt og þeir voru með hjálma og í björgunarvestum ef farið var út á dekk. Á útstíminu og landstíminu sátum við mest í fína borðsalnum og þar var örugglega horft á tuttugu teiknimyndir. Í einu orði sagt var þessi túr frábær,“ sagði Ingibjörg Ösp að lokum.