Sjómannadagurinn 2015 - dagskrá hátíðarhalda

 

Sjómannadagurinn 2015 A

 

 

Hátíðarhöld Sjómannadagsins í Neskaupstað 2015

Föstudagur  5.Júní

kl. 10:00             Miðbærinn skreyttur og fánar dregnir að húni.

kl. 20–23:00       Unglingaball í Atóm

kl. 23:00-           Egilsbúð, DJ París Austursins ,William & Höskuldur frítt inn, aldurstakmark 18 ár.

kl. 23:00-           Pizzafjörður, aldurstakmark 18 ár

Laugardagur  6.Júní

kl. 10:00            Myndlistasýning í Nesbæ kaffihúsi

kl  10-12:00                Hópsigling Norðfirska flotans – allir velkomnir - talsamband á rás 12-

Smábátaeigendur eru hvattir til þátttöku á bátum sínum. Börn skulu vera í fylgd fullorðinna.

kl 13-15:00        Hoppkastalar á bryggju neðan við kirkjuna , sjá nánar á  http://www.hopp.is 

kl 14:00            Kappróður – skráning hjá Pétri Kjartans. 825-7073.

kl 23:00-03:00  Hótel Egilsbúð, Skítamórall heldur uppi stuðinu, aldurstakmark 18 ár.

Sunnudagur 7.júní

kl 09:00             Sjómannadagsmót GN og Gjögurs á Norðfjarðarvelli

kl 09:30              Skip og bátar draga íslenska fánann að húni –bæjarbúar flaggi sem víðast.

kl 11:00             Dorgveiðikeppni 12 ára og yngri – skráning við Jósafatsafn

    Allir þátttakendur skulu vera í björgunarvestum og mæta vel fyrir tímann.

kl 12:00              Grillveisla að hætti Jóns Gunnars í boði Nesbakka, Fellabakarís, Kjarnafæðis, SVN og Samhentra        

kl 11-13:00                 Sjómannadagsmatseðill í tilefni dagsins á Hildibrand Hótel

kl 11-14:00                 Brunch og kræsingar  í  Egilsbúð (morgunverðarhlaðborð)

kl 14:00              Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju.

Séra Sigurður Rúnar Ragnarsson.

Kór Norðfjarðarkirkju syngur, ræðumaður Jens Garðar Helgasson. Að messu lokinni verður lagður blómsveigur við minnisvarðann um óþekkta sjómanninn í kirkjugarðinum

kl 14:30 -18.00 Kaffisala Gerpis að Nesi       Allur ágóði rennur til björgunarstarfa sveitarinnar.

kl 15:00              Leikfélagið Djúpið með andlitsmálingu og fleira fyrir börnin á bílastæði við sundlaug

kl 15:00              Hoppkastalar við sundlaug fyrir yngri kynslóðina, sjá http://www.hopp.is  

kl 15:30              Hátíðardagskrá við sundlaugina: 

  •          Aldraðir sjómenn heiðraðir.
  •          Boðrennsli, reiptog, stakkasund
  •          Verðlaunaafhendingar.

 

  

Síldarvinnslan sýknuð af kröfu Vestmannaeyjabæjar

BH mai 2015 GA

Bergey VE 544 og Vestmannaey VE 444. Ljósm: Guðmundur Alfreðsson

Hæstiréttur sýknaði í dag Síldarvinnsluna hf. af kröfu Vestmannaeyjarbæjar um að ógilda kaup félagsins á öllum hlutabréfum í Bergur-Huginn ehf. Í dómnum er tekið undir sjónarmið Síldarvinnslunnar að forkaupsréttur sveitarfélagsins náði ekki til þessara viðskipta.

"Niðurstaða Hæstaréttar er mjög skýr og í fullu samræmi við afstöðu okkar frá fyrsta degi. Eftir þrjú ár er staðfest að þeir sem komu að þessum viðskiptum störfuðu innan ramma laganna. Kveðið er mjög skýrt á um það að forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga snýr eingöngu að fiskiskipum en hvorki aflaheimildum né hlutabréfum. Þessi niðurstaða er góð fyrir Síldarvinnsluna,“ segir Gunnþór Ingvason

Kolmunnaskipin til hafnar fyrir sjómannadag

Birtingur NK í síðsta kolmunnatúrnum. Ljósm. Hákon ErnusonBirtingur NK í síðsta kolmunnatúrnum. Ljósm. Hákon ErnusonKolmunnaskipin hafa verið að tínast til hafnar fyrir sjómannadag. Síðasta skip til að landa í Neskaupstað fyrir sjómannadagshelgina er Margrét EA sem væntanleg er til hafnar í kvöld með 550 tonn. Beitir NK er að landa 1500 tonnum á Seyðisfirði og er það lokalöndun fyrir helgina.
 
Gert er ráð fyrir að fiskimjölsverksmiðjan í Neskaupstað ljúki vinnslu á föstudagskvöld og verksmiðjan á Seyðisfirði á laugardagsmorgun.
 
Eftir helgina verða ákvarðanir teknar um framhald kolmunnaveiðanna en mjög hefur hægst á veiðunum síðustu sólarhringa eins og gjarnan gerist á þessum árstíma.
 

Sjávarútvegsskóli Austurlands að hefja starfsemi

Ufsi flakaður í Sjávarútvegsskólanum. Ljósm. Margrét ÞórðardóttirUfsi flakaður í Sjávarútvegsskólanum. Ljósm. Margrét ÞórðardóttirKennsla í Sjávarútvegsskóla Austurlands mun hefjast strax eftir sjómannadag eða mánudaginn 8. júní. Alls verður kennt á vegum skólans á sex stöðum í landshlutanum en Neskaupstaður verður fyrsti kennslustaðurinn. Ákveðið hefur verið hvenær kennt verður á hverjum stað en dagsetningar kennsludaga á Höfn hafa ekki enn verið birtar enda mun ekki verða kennt þar fyrr en í ágústmánuði.
 
Kennslustaðir og dagsetningar kennsludaga eru sem hér segir:
                          
Neskaupstaður 8.-12. júní
Eskifjörður 22.-26. júní
Fáskrúðsfjörður 6.-10. júlí
Seyðisfjörður 20.-24. júlí
Vopnafjörður 27.-31. júlí
Höfn ( kennt verður í ágúst, dagsetningar auglýstar síðar)
 
Skólinn er hugsaður fyrir ungmenni sem fædd eru árið 2001 og verða greidd laun fyrir þá daga sem þau sækja skólann. Launin miðast við laun í vinnuskólum sveitarfélaganna. Allir af árgangi 2001 eiga kost á að sækja skólann en skráning fer fram á heimasíðunni www. sjavarskoli.net. Þá er einnig að finna ýmsar upplýsingar um námið í skólanum á síðunni. Að auki er unnt að afla upplýsinga um skólastarfið með því að hringja í Sigurð Stein (867-6858) eða Sylvíu Kolbrá (868-7077).
 
Sjávarútvegsskóli Austurlands er samstarfsverkefni sjávarútvegsfyrirtækja og sveitarfélaga í landshlutanum. Að skólanum standa Austurbrú, HB Grandi, Gullberg, Síldarvinnslan, Eskja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes.