Síldarvinnslan kaupir nýtt fræðslukerfi
- Details
- Dagsetning: 26. Febrúar 2021

Beitir NK á loðnumiðunum með 730 tonna kast.
Ljósm. Bjarni HafsteinssonÍ fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er loðna ennþá fryst af fullum krafti en brátt líður að því að hrognavinnsla hefjist. Í gærmorgun var lokið við að frysta 1380 tonn úr Berki NK og þá var Beitir NK kominn með 1150 tonn. Tómas Kárason skipstjóri á Beiti segir að loðnan sem fékkst í veiðiferðinni sé fínasta Japansloðna. „Við fengum aflann á Meðallandsbugtinni og tókum síðan í lokin eitt 300 tonna kast á Kötlutanganum. Þetta er gæðaloðna og til dæmis í síðasta kastinu var yfir 60% hrygna og hrognafyllingin 18%. Á mánudagskvöldið var töluvert mikið að sjá af loðnu á þeim slóðum sem við vorum á en síðan gekk hún upp í fjöruna. Það var heldur óhagstætt að eiga við hana í túrnum vegna þess að hann blés úr austri og gerði okkur erfitt fyrir. Spurningin er hvort næsti túr verður ekki hrognatúr,“ segir Tómas.
Stóra torfan í Jökuldýpinu á mælum Polar AmaroqGrænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq landaði fullfermi af frystri loðnu í Hafnarfirði í gær. Að löndun lokinni ákvað Geir Zoëga skipstjóri að kanna hvort loðnu væri að finna í Jökuldýpinu norðvestur úr Garðskaga. Hann þurfti ekki að leita lengi. „Við komum hérna í svakalega torfu. Hún er tæpar fimm sjómílur á lengd og þétt. Hún er frá kili og niður undir botn. Hér er sko alvöru vertíðarganga á ferðinni. Þetta hljóta að vera nokkur hundruð þúsund tonn. Við erum nú að mæla þessa risalóðningu og síðan ætlum við að svipast frekar um. Þessi ganga hér verður væntanlega komin inn á Breiðafjörð um helgina og mun líklega hrygna þar í næstu viku. Það fréttist af loðnu víða þessa dagana. Það virðist vera loðna héðan frá Faxaflóanum og austur með allri suðurströndinni. Það hefur til dæmis verið mikil loðna í Háfadýpinu. Síðan hafa borist fréttir af loðnu fyrir norðan land og nú mun Bjarni Sæmundsson vera að kanna stöðuna þar. Þetta er alvöru, það fer ekkert á milli mála,“ segir Geir.