Barentshafsloðnan fínasta hráefni

Síldarvinnslan hefur fengið tvö norsk loðnuskip til löndunar í þessum mánuði en loðnan er veidd í Barentshafinu. Annað var með 750 tonn og hitt með 1.300. Landað var úr seinna skipinu, Manon, dagana 10. – 13. mars sl. Heimasíðan ræddi við Geir Sigurpál Hlöðversson

Lögð áhersla á ýsu og ufsa

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE hafa fiskað vel að undanförnu og bæði skip lönduðu fullfermi í Eyjum á miðvikudag. Heimasíðan hafði samband við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey og innti hann frétta.

Hlé á rallinu hjá Gullver

Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær eftir að hafa lokið tveimur þriðju af yfirstandandi ralli. Afli skipsins var 27 tonn. Gullver tekur nú þátt í togararallinu í fjórða sinn en önnur skip sem taka þátt í verkefninu eru togarinn Breki og hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Heimasíðan ræddi við Steinþór Hálfdanarson skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið til þessa.

Kynning á ársuppgjöri 2023

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum ársuppgjöri 2023

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 07.03.2024 klukkan 16:00

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum