Japansfrysting er hafin
- Details
- Dagsetning: 15. Febrúar 2013
Japansfrysting er hafin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þar sem hrognafylling loðnunnar er orðin 16% en að undanförnu hefur verið framleitt á Austur-Evrópu og svonefnt „Japansmix“
Frysting í fiskiðjuverinu hefur gengið afar vel það sem af er loðnuvertíðinni og hefur vinnslan verið nær samfelld.
Hvorki fleiri né færri en tíu fulltrúar japanskra kaupenda eru í Neskaupstað um þessar mundir og fylgjast grannt með vinnslustarfseminni og því hráefni sem berst að landi.