Togararnir koma að landi


Bjartur NK kom til Neskaupstaðar í morgun. Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirÍsfisktogarinn Bjartur NK kom að aflokinni veiðiferð til heimahafnar í Neskaupstað í morgun með 92 tonn og er uppistaða aflans þorskur og karfi. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri  segir að karfinn hafi fengist á Lónsdýpi, í Berufjarðarál og í Hvalbakshalli en þorskurinn í Hvalbakshalli og austur fyrir Hæl. Hér er um að ræða þriðju veiðiferð Bjarts eftir áramót og hefur fiskast þokkalega að mati Steinþórs í öllum veiðiferðunum.

Frystitogarinn Barði NK kemur til hafnar í kvöld en hann var við veiðar á Vestfjarðamiðum. Afli hans er 347 tonn upp úr sjó og er aflaverðmætið 88 milljónir króna í þessari fyrstu veiðiferð nýbyrjaðs árs. Um 160 tonn af aflanum er karfi, 52 tonn þorskur, 28 tonn ýsa, 47 tonn ufsi og 16 tonn grálúða.

Lítið um að vera á loðnumiðunum

Birtingur NK í Neskaupstað.  Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirFrá því á laugardag hefur lítið verið um að vera á loðnumiðunum, fá skip hafa verið að veiðum og afli hefur verið lítill í trollið. Það viðrar ekki vel til nótaveiða og spáin er óhagstæð fyrir næstu daga. Þetta ástand hefur leitt til þess að sum loðnuskipanna hafa haldið til hafnar og liggja þar bundin við bryggju. 

Birtingur NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með 350 tonn og er verið að frysta úr honum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.


Samfelld loðnuvinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar

Fryst loðna á leið í pökkun.  Ljósm. Hákon ViðarssonFrá upphafi loðnuvertíðinnar hefur vinna við loðnufrystingu verið samfelld í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Börkur NK kom með fyrstu loðnuna aðfaranótt 13. janúar og síðan hefur unnið á vöktum. Þegar þetta er skrifað er verið að landa úr Berki en löndun úr Bjarna Ólafssyni AK lauk í morgun. Gert er ráð fyrir að frysting á loðnu úr Berki ljúki á morgun en þá hefjist löndun úr Polar Amaroq sem enn er á miðunum.

Loðnufrystingin hefur gengið vel og er allt kapp lagt á að stýra veiðum þannig að hráefnið sem kemur til vinnslu sé ávallt sem best og ferskast.


Test

Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað

 

Test

Veitingastaðurinn Larus (Mávur á latnesku) er nýr veitingastaður og í alla staði hinn glæsilegasti. Hann er í göngufæri frá hótelinu, eingöngu í 250 m fjarlægð og tekur gangan um 5 mínútur. Gengið er eftir göngustíg í gegnum fallegan garð með aldargömlum kastaníutrjám.