Fyrsta loðnufrysting ársins er hafin, en Beitir NK og Guðmundur Ólafur ÓF komu með sitthvor 500 tonnin til Neskaupstaðar rétt fyrir hádegi á fimmtudaginn. Loðnan var í smærri kantinum eða um 60 stk/kg. og fór hún öll til frystingar. 15 manns komu að frystingunni og var fryst á vöktum um helgina.
Mikil ös hefur verið á skrifstofu Síldarvinnslunnar hf. í morgun. Krakkar, uppáklæddir sem allskyns furðuverur og fígúrur komu við og sungu fyrir starfsfólkið og fengu harðfisk að launum. Meðfylgjandi myndir sýna hluta af þessum skemmtilegu gestum sem komu í heimsókn.