Bjarni Ólafsson með um 900 tonn af kolmunna

Bjarni Ólafsson AK er eina skipið sem leggur nú stund á kolmunnaveiðar. Ljósm. Smári GeirssonBjarni Ólafsson AK er eina skipið sem leggur nú stund á kolmunnaveiðar. Ljósm. Smári GeirssonBjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar sl. nótt með tæplega 900 tonn af kolmunna. Áður hefur verið greint frá því að skipið hafi leitað að kolmunna út af Austfjörðum með takmörkuðum árangri en í fyrrdag fór að ganga betur að veiða. Runólfur Runólfsson skipstjóri segir að um sé að ræða stóran, feitan og fallegan kolmunna. „ Það rættist úr þessu undir lokin hjá okkur. Við fengum tvö þokkaleg hol út af Héraðsflóanum um 50 mílur frá Norðfjarðarhorni. Í fyrra holinu fengum við 320 tonn og var sá afli örlítið síldarblandaður. Síðan fengum við 190 tonna hol og var það hreinn kolmunni. Við erum mjög sáttir við þennan afla sem fékkst í gær og fyrradag og ég reikna með að við höldum áfram þessum veiðum,“ segir Runólfur.

 

 

Síldartraffík í Norðfjarðarhöfn

Norðfjarðarhöfn í morgun. Verið að landa úr Berki NK. Margrét EA kemur til hafnar með 1.100 tonn af síld. Ljósm. Smári GeirssonNorðfjarðarhöfn í morgun. Verið að landa úr Berki NK. Margrét EA kemur til hafnar með 1.100 tonn af síld.
Ljósm. Smári Geirsson
Síldarvertíðin hefur gengið afar vel til þessa og skipin stoppa stutt á miðunum. Landað var úr Beiti NK í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um helgina og aðfaranótt mánudags kom Börkur NK með 1.050 tonn sem fengust í tveimur holum. Verið er að landa úr Berki og mun vinnslu úr afla hans ljúka í kvöld. Nú fyrir hádegi kom Margrét EA til Neskaupstaðar með 1.100 tonn og mun vinnsla á afla hennar hefjast strax og lokið verður við að vinna úr Berki. Heimasíðan heyrði hljóðið í Guðmundi Þ. Jónssyni, skipstjóra á Margréti. „Þessi vertíð hefur einkennst af hörkuveiði. Það er ekki hægt að biðja um það betra. Við fengum þessi 1.100 tonn í tveimur holum í Seyðisfjarðardýpinu. Síldin sem nú veiðist er heldur smærri en sú síld sem veiddist fyrr á vertíðinni. Hún er að meðaltali 360-370 grömm, en hún hentar vel til vinnslunnar. Nú fer að síga á seinni hluta vertíðarinnar hjá okkur. Við eigum einungis eftir að veiða rúm 2.000 tonn af kvótanum okkar,“ segir Guðmundur.

 

Vestmannaey og Bergey með fullfermi

Landað úr Vestmannaey VE í Norðfjarðarhöfn í  morgun. Ljósm. Smári GeirssonLandað úr Vestmannaey VE í Norðfjarðarhöfn í morgun. Ljósm. Smári GeirssonBergey VE landaði fullfermi eða um 75 tonnum á Seyðisfirði í gær. Systurskipið, Vestmannaey VE, er að landa fullfermi í Neskaupstað í dag. Heimasíðan ræddi stuttlega við skipstjórana og spurði um aflabrögðin. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, sagði að aflinn hefði að mestu verið þorskur en örlítið af ýsu hefði slæðst með. „Við byrjuðum túrinn á Tangaflakinu. Þar tókum við tvö hol og færðum okkur síðan yfir á Glettinganesflak. Þar veiddum við síðan það sem eftir var túrsins. Þarna fékkst fínasti fiskur en undir lokin bar svolítið á smærri fiski. Nú erum við komnir út á ný og erum að veiða góðan þorsk og ýsu á Tangaflakinu. Það er heldur rólegt yfir veiðinni akkúrat núna,“ segir Jón.
 
Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að veiðiferðin hafi gengið ágætlega. „Við byrjuðum á Tangaflakinu, færðum okkur yfir á Glettinganesflak og síðan í Seyðisfjarðardýpið. Aflinn er nánast eingöngu þorskur. Það bar svolítið á smáfiski á miðunum og við reyndum að forðast hann og það gekk ágætlega. Nú erum við búnir að vera í góðri törn að fiska fyrir austan land, en ráðgert er að halda til til heimahafnar í Eyjum næstkomandi mánudag“, segir Birgir Þór.

Kolmunna leitað austur af landinu

Bjarni Ólafsson AK leitar nú að kolmunna. Ljósm. Hákon ErnusonBjarni Ólafsson AK leitar nú að kolmunna.
Ljósm. Hákon Ernuson
Mánudaginn 21. þessa mánaðar hélt Bjarni Ólafsson AK frá Neskaupstað til kolmunnaleitar austur af landinu. Heimasíðan hafði samband við Runólf Runólfsson skipstjóra í morgun og spurði frétta. „Af okkur er heldur lítið að frétta. Við höfum leitað allvíða, byrjuðum í Rósagarðinum og Hvalbakshalli en enduðum út af Héraðsflóa þar sem við erum búnir að fá um 350 tonn og erum að toga núna. Veðrið hefur verið að trufla okkur og það var bullandi bræla í gær og í fyrradag. Það er kolmunni hér með köntunum og það er stór fiskur en hann er afar dreifður og erfitt að ná einhverjum veiðiárangri. Við erum að toga núna en þetta er eins og hefur verið; lítið að sjá,“ segir Runólfur.
 
Gert er ráð fyrir að Bjarni Ólafsson komi til löndunar í Neskaupstað að loknum veiðum í dag.