Haldið til kolmunnaveiða

Polar Amaroq í höfn í Neskaupstað, tilbúinn að halda til kolmunnaveiða. Ljósm. Smári Geirsson.Polar Amaroq í höfn í Neskaupstað, tilbúinn að halda til kolmunnaveiða. Ljósm. Smári GeirssonBjarni Ólafsson AK og grænlenska skipið Polar Amaroq héldu til kolmunnaveiða frá Neskaupstað fyrir nýliðna helgi. Heimasíðan ræddi stuttlega við Sigurð Grétar Guðmundsson skipstjóra á Polar Amaroq og Gísla Runólfsson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni áður en skipin létu úr höfn.
 
Sigurður sagði að skipin hefðu hafið kolmunnaveiðar á svipuðum tíma í fyrra. „Við reiknum með að byrja að leita austan við Færeyjar en það hefur oft verið veiði austan og norðaustan við eyjarnar á þessum árstíma. Annars hafa litlar fréttir borist af kolmunna í færeysku lögsögunni ennþá en bæði Víkingur og Venus eru komnir á miðin,“ sagði Sigurður.
 
Gísli sagðist vonast til þess að menn finndu kolmunnann fljótlega. „Í fyrra féldum við til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni að kvöldi 16. nóvember og lönduðum fyrsta farminum, 1.700 tonnum, hinn 28. nóvember. Vonandi gengur þetta með svipuðum hætti núna,“ sagði Gísli.
 
Nýjustu fréttir herma að skipin hafi byrjað að toga í morgun norður af Færeyjum.

Misleading and false news about Síldarvinnslan

logo

On November 15th a story was published in Fréttablaðið daily newspaper in Iceland that Gunnþór Ingvason, the CEO of Síldarvinnslan, had requested instructions from Samherji on April 30, 2014 on how to deceive Greenlanders in order to acquire fishing permits and quotas. The article is completely wrong and it is in fact remarkable how the journalist who wrote the story could draw these conclusions from the e-mails quoted.

Síldarvinnslan has had a successful collaboration with the Greenlanders since 2003 in a fishing company which is a joint venture. In 2012, Greenland's largest fisheries company, Polar Seafood, acquired the majority of the company, which was then named Polar Pelagic, with Síldarvinnslan owning 30 percent of the shares. The Board of Director of Polar Seafood have always been responsible with communicating with the authorities in Greenland. Polar Seafood's chairman is Henrik Leth, who has long been one of the leaders in the Greenlandic fisheries industry.

 In 2014, Henrik Leth contacted Gunnþór Ingvason and told him that in Greenland it was widely discussed that someone planned to set up a fishmeal and pelagic processing plant in Ammasalik on the east coast of the country. Henrik considered these plans very unrealistic and thought that they were being put forward with a view to obtaining a quota from the government of Greenland. To find out more about technical issues and constructions costs, he contacted Gunnþór Ingvason. Gunnþór knew that Samherji had recently made plans for such a structure in Morocco. He e-mailed employees at Samherji asking for this information, even though it was relevant to the development in Africa. After sending this e-mail he made no further enquires about the matter.

Henrik Leth says the following about this: “I contacted Gunnþór for information simply because Síldarvinnslan has a great deal of experience and knowledge of the construction and operation of pelagic processing plants. I could never have imagined that such a negative news story could be made about a favour he made to me, a colleague. This is a sad example of poor and dishonest journalism.”

As explained above it can be clear that Gunnþór Ingvason's words in the email were distorted and taken out of context in the news story. Síldarvinnslan regrets this factually wrong and harmful story and hopes it will be corrected as soon as possible.

Villandi og rangur fréttaflutningur

Villandi og rangur fréttaflutningurÍ morgun birtist frétt um að Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hefði óskað eftir leiðbeiningum frá Samherja hinn 30. apríl árið 2014 varðandi það hvernig blekkja mætti Grænlendinga til að komast yfir veiðiheimildir og kvóta. Þessi frétt er algjörlega röng og í reyndinni merkilegt hvernig blaðamaður getur lesið þetta út úr þeim tölvupósti sem vitnað er til.
 
Síldarvinnslan hf. hefur átt í farsælu samstarfi við Grænlendinga frá árinu 2003 við rekstur útgerðarfyrirtækis. Árið 2012 festi stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, Polar Seafood, kaup á meirihlutanum í útgerðarfyrirtækinu sem þá fékk nafnið Polar Pelagic, en Síldarvinnslan á þriðjungs hlut í því. Stjórn Polar Seafood hefur alla tíð sinnt öllum samskiptum fyrirtækisins við grænlensk stjórnvöld. Stjórnarformaður Polar Seafood er Henrik Leth en hann hefur lengi verið einn af helstu forystumönnum grænlensks sjávarútvegs.
 
Árið 2014 hafði Henrik Leth samband við Gunnþór Ingvason og tjáði honum að á Grænlandi væri í umræðunni að einhverjir áformuðu að koma upp fiskimjöls- og uppsjávarvinnslu í Ammasalik á austurströnd landsins.  Taldi Henrik þessi áform mjög óraunhæf og áleit að þau væru sett fram í þeim tilgangi að ná kvóta hjá grænlenskum stjórnvöldum. Til þess að fá nánari upplýsingar um tæknileg málefni og kostnað við uppbyggingu eins og þessa leitaði hann til Gunnþórs Ingvasonar. Gunnþór vissi að Samherji hefði nýlega látið gera áætlanir um slíka uppbyggingu í Marokkó og einfaldast væri að skoða þær. Sendi hann Samherjamönnum tölvupóst þar sem hann bað um að fá þessar upplýsingar þó þær ættu við um uppbyggingu í Afríku. Þar með var málinu lokið að hans hálfu.
 
Henrik Leth segir eftirfarandi um þetta: „Ég leitaði til Gunnþórs um upplýsingar einfaldlega vegna þess að Síldarvinnslan hefur mikla reynslu og þekkingu á uppbyggingu og rekstri vinnslufyrirtækja. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að hægt væri að búa til svona neikvæða frétt um greiðvikni hans í minn garð. Þetta er sorglegt dæmi um óvönduð vinnubrögð fjölmiðla.“ 
 
Af framansögðu má ljóst vera að orð Gunnþórs Ingvasonar í tölvupóstinum voru slitin úr samhengi í umræddri frétt. Síldarvinnslan harmar þann villandi og meiðandi málflutning sem birtist í fréttinni.

Veiðiskip búin til loðnuleitar og –mælinga

Unnið að því að kvarða dýptarmæli Barkar NK á Norðfirði í gær. Ljósm. Smári GeirssonUnnið að því að kvarða dýptarmæli Barkar NK á Norðfirði í gær.
Ljósm. Smári Geirsson

Páll Reynisson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, er kominn austur á land í þeim tilgangi að búa loðnuskip til leitar og mælinga á loðnu. Heimasíðan ræddi stuttlega við Pál og spurði hvað fælist í því að gera skipin hæf til þessa verkefnis. „Það þarf að kvarða dýptarmæla skipanna en þá er næmni mælanna athuguð. Nauðsynlegt er að vita hvað mælarnir sýna svo unnt sé að meta magn loðnu sem mælist á tilteknu svæði. Gert er ráð fyrir að mælar í fjórum skipum verði kvarðaðir en skipin eru Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK, Aðalsteinn Jónsson SU og grænlenska skipið Polar Amaroq. Það getur verið mjög mikilvægt að eiga kost á að nýta þessi skip til leitar og mælinga á loðnu auk hafrannsóknaskipanna. Þegar skipin fara í leitarleiðangra eru menn frá Hafrannsóknastofnun um borð til að vakta mælana og fylgjast með þeim upplýsingum sem þeir gefa. Loðnuskip hafa áður verið nýtt til mælinga. Síðasta vetur fóru loðnuskipin Börkur NK, Polar Amaroq, Aðalsteinn Jónsson SU, Heimaey VE og Ásgrímur Halldórsson SF í leiðangra á tímabilinu desember og fram í febrúar og nýttust vel þó ekki tækist að finna nægilegt magn af loðnu til að heimila veiðar,“ segir Páll Reynisson.