Heimir Ásgeirsson yfirverkstjóri í frystigeymslunum fylgist með útskipun. Ljósm. Hákon ErnusonHeimir Ásgeirsson yfirverkstjóri í frystigeymslunum
fylgist með útskipun. Ljósm. Hákon Ernuson
Alls tóku frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á móti 60.800 tonnum af frystum afurðum á árinu 2017. Vinnsluskip lönduðu 23.406 tonnum í geymslurnar en frá fiskiðjuveri fyrirtækisins komu 37.400 tonn af uppsjávarfiski og 101 tonn af bolfiski. Eftirtalin skip lönduðu afurðum í frystigeymslurnar á árinu:
 
Vilhelm Þorsteinsson EA ... 10.154 tonn
Hákon EA ............................ 9.319 tonn
Polar Amaroq ...................... 1.363 tonn
Blængur NK ......................... 2.570 tonn
 
Öll skipin lönduðu uppsjávartegundum að Blængi undanskildum, en hann landaði botnfisktegundum.
 
Alls var á árinu skipað út 62.991 tonnum af afurðum sem geymdar voru í frystigeymslunum. Þar af fóru 45.153 tonn beint um borð í skip í Norðfjarðarhöfn en 17.848 tonn voru flutt með gámum til útskipunar í öðrum höfnum. Flutningabílar sóttu gámana og þurftu þeir að fara yfir Oddsskarð allt þar til Norðfjarðargöng voru opnuð fyrir umferð í nóvembermánuði sl. Hér er um að ræða um 1.500 ferðir slíkra bíla fram og til baka.