Löndun og útskipun afurða Details Dagsetning: 11. Febrúar 2011 Beitir NK er að landa til vinnslu í fiskiðjuverið á Norðfirði í dag og Bjarni Ólafsson AK er að bíða löndunar. Núna stendur loðnuvertíðin sem hæst og er stöðugur straumur skipa að landa hér og skipa út aflanum þegar búið er að fullvinna hann.