Góður afli og vélarbilun

Bjartur NK. Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirFrystitogarinn Barði kom til heimahafnar í Neskaupstað í gær með fullfermi. Aflinn upp úr sjó var 138 tonn af ufsa, 93 tonn af gullkarfa, 60 tonn af djúpkarfa og 24 tonn af þorski auk 10 tonna af gulllaxi og 5 af ýsu. Þegar Barði var nýkominn til hafnar fréttist af því að bilun hefði komið upp í aðalvél ísfisktogarans Bjarts þar sem hann var að veiðum á Haftinu í Berufjarðarál  og fékk Barði það hlutverk að draga hann til hafnar. Komu skipin að landi um miðnætti. Afli Bjarts var samtals 46 tonn og uppistaða hans þorskur og ufsi.

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar hafa tekið á móti 35.400 tonnum af kolmunna

Börkur NK að veiðum. Ljósm. Geir ZoëgaFiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og í Neskaupstað hafa tekið á móti 35.400 tonnum af kolmunna það sem af er vertíðinni. Verksmiðjan í Neskaupstað hefur tekið á móti rúmlega 23.000 tonnum og verksmiðjan á Seyðisfirði 12.400 tonnum. Vinnslan hefur gengið vel en hún hefur þó ekki verið samfelld. Til dæmis var vinnsluhlé á Seyðisfirði í gær og beðið eftir hráefni.

Auk þess kolmunna sem landað hefur verið í fiskimjölsverksmiðjurnar hafa vinnsluskip landað nokkru af frystum afurðum í frystigeymslurnar í Neskaupstað. 

Kolmunnaveiðin er þokkalega góð í færeysku lögsögunni rétt eins og verið hefur. Ágætur afli fæst á daginn en minna á nóttunni. Skipin toga í 7-15 tíma, að sögn Ólafs Gunnars Guðnasonar stýrimanns á Berki og eru þau að fá um og yfir 500 tonna hol á daginn þegar best lætur. Kolmunninn hefur haldið sig á svipuðum slóðum síðustu dagana og hafa Síldarvinnsluskipin verið að veiðum vestan í svokölluðum Munkagrunni. Börkur er á landleið með fullfermi þegar þetta er ritað og Beitir er kominn með góðan afla. Birtingur tók 450 tonna hol í gærkvöldi en ekki hefur frést af honum í dag. 

Kolmunnaskipin að fá góðan afla

Beitir NK á kolmunnamiðunum. Ljósm. Tómas KárasonKolmunnaveiðar hafa gengið vel að undanförnu og hafa skipin komið til löndunar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hvert af öðru. Börkur er að landa fullfermi á Seyðisfirði og Hákon bíður löndunar þar. Bjarni Ólafsson er nýlega komin á miðin að aflokinni löndun í Neskaupstað og Polar Amaroq er að landa þar fullfermi. Beitir er á landleið með fullfermi og Birtingur er við það að fylla á miðunum.


Kolmunnaskipin með góðan afla

Beitir NK á kolmunnamiðunum. Ljósm. Tómas KárasonKolmunnaveiðar hafa gengið vel að undanförnu og hafa skipin komið til löndunar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hvert af öðru. Börkur er að landa fullfermi á Seyðisfirði og Hákon bíður löndunar þar. Bjarni Ólafsson er nýlega komin á miðin að aflokinni löndun í Neskaupstað og Polar Amaroq er að landa þar fullfermi. Beitir er á landleið með fullfermi og Birtingur er við það að fylla á miðunum.