Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar

Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar{nomultithumb}

Síldarvinnslan styður Þrótt 2014

Stefán Már Guðmundsson og Gunnþór Ingvason eftir undirritun samningsins. Ljósm. Hákon Viðarsson.Síldarvinnslan hf. og Íþróttafélagið Þróttur hafa gert með sér nýjan styrktar- og auglýsingasamning og var samningurinn undirritaður í gær. Síldarvinnslan hefur lengi verið í hópi þeirra félaga sem stutt hafa hvað dyggilegast við bakið á Þrótti og stuðlað að því að unnt væri að halda úti öflugu íþróttastarfi í Neskaupstað.

Það voru þeir Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri  Síldarvinnslunnar og Stefán Már Guðmundsson formaður Þróttar sem undirrituðu samninginn. Stefán Már segir að þessi samningur skipti miklu máli fyrir Þrótt en hann felur í sér mánaðarlegar greiðslur sem renna beint til einstakra deilda félagsins og skapa þannig ákveðið öryggi í rekstri þeirra. Stefán segir einnig að ánægjulegt sé hve Þróttur njóti mikillar velvildar í Neskaupstað og komi það skýrt fram við gerð samninga sem þessa. Íbúarnir virðast kunna vel að meta starfsemi Þróttar og öflug fyrirtæki eru tilbúin að leggja félaginu lið með myndarlegum hætti.

Þungt hljóðið í kolmunnamönnum

Bjartur NK.Það er heldur þungt hljóðið í mönnum á kolmunnamiðunum. Að undanförnu hefur veiðin verið treg og útlitið sýnist mönnum ekki vera neitt sérstaklega bjart. Algengt er að skipin hafi verið að fá um 200 tonn eftir að hafa togað í rúman sólarhring. Börkur er kominn með 1570 tonn og Beitir um 1600 tonn. Birtingur hélt til veiða eftir sjómannadag seinna en fyrrnefndu skipin og er hann kominn með um 380 tonn.

Frystitogarinn Barði kom til hafnar í gær til að skipta um hlera og taka umbúðir. Áformað var að Barði legði stund á veiðar á úthafskarfa þessa dagana en karfinn hefur látið bíða eftir sér og hafa íslensku skipin gefist upp á veiðunum, allavega í bili. Ákveðið var að Barði færi á grálúðuveiðar og eru þær hafnar. Ísfisktogarinn Bjartur er að landa en afli hans er 95 tonn, uppistaðan ufsi og þorskur.

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. vegna ársins 2013

  • Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. vegna ársins 2013Hagnaður ársins nam 5,6 milljörðum króna
  • Opinber gjöld fyrirtækisins og starfsmanna þess námu 4 milljörðum króna 
  • Eiginfjárhlutfall er 54%
  • Fiskimjölsverksmiðjur félagsins tóku á móti 206 þúsund tonnum af hráefni
  • Fiskiðjuverið tók á móti 80 þúsund tonnum af hráefni
  • Um frystigeymslur félagsins fóru 85 þúsund tonn af afurðum
  • Framleiddar afurðir voru 101 þúsund tonn
Rekstur
Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2013 voru alls 23,6 milljarðar króna og rekstrargjöld námu 16,2 milljörðum króna. EBITDA var 7,4 milljarðar króna.  Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 168 milljónir króna. Hagnaður samstæðunnar fyrir reiknaða skatta nam 6,9 milljörðum króna. Reiknaðir skattar námu 1325 milljónum króna og var hagnaður ársins því tæpir 5,6 milljarðar króna.  

Gjöld til hins opinbera
Síldarvinnslan greiddi 2,8 milljarða til hins opinbera. Greiddur tekjuskattur á árinu var 1350 milljónir króna. Veiðileyfagjöld námu 940 milljónum á síðasta fiskveiðiári og önnur opinber gjöld 520 milljónum 

Fjárfestingar
Rafvæðingu fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað var lokið á árinu.  Skipt var á skipum þegar Beitir var seldur til Noregs og nýr Beitir keyptur.

Haldið var áfram á braut uppbyggingar í fiskiðjuveri félagsins. 

Efnahagur
Heildareignir samstæðunnar í árslok 2013 voru bókfærðar á 45,3 milljarða króna. Veltufjármunir voru bókfærðir á 14,5 milljarða króna og skuldir og skuldbindingar samstæðunnar námu 20,9  milljörðum króna. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 24,4 milljarðar króna.   Í árslok var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 54%.

Starfsemi
Útgerð félagsins gekk vel á árinu. Afli bolfiskskipa samstæðunnar var 15.500 tonn, aflaverðmæti 3.910 milljónir króna. Afli uppsjávarskipa var 128 þúsund tonn, aflaverðmæti 4.675 milljónir. Heildaraflaverðmæti skipa var 8.600 milljónir króna og aflamagn 143.000 tonn á árinu. 

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku á móti um 206 þúsund tonnum af hráefni á árinu 2013. Framleidd voru 41 þúsund tonn af mjöli og 15 þúsund tonn af lýsi. Samtals voru þannig framleidd 56 þúsund tonn af mjöli og lýsi á árinu og verðmætið um 11.554 milljónir króna.

Í fiskiðjuverið var landað rúmum 80 þúsund tonnum af hráefni. Framleiddar afurðir voru 41.000 tonn. Þar vega loðnuafurðir þyngst og síðan síldarafurðir og loks makrílafurðir.  Verðmæti framleiðslunnar var 6.880 milljónir króna. 

Um frystigeymslurnar fóru 85 þúsund tonn af afurðum á árinu.

Samtals framleiðsla á afurðum nam 101.000  tonnum á árinu 2013 að verðmæti tæplega 20 milljarðar króna.

Starfsmenn
Hjá samstæðu Síldarvinnslunnar starfa um 300 manns til sjós og lands. Launagreiðslur félagsins námu 3.320 milljónum króna á árinu 2013 og greiddu starfsmennirnir 1160 milljónir í skatta.

Aðalfundur
Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. var haldinn föstudaginn 6. júní.  Á fundinum var samþykkt að greiða 2 milljarða í arð. 

Fréttatilkynning frá Síldarvinnslunni hf.föstudaginn 6. júní 2014.
Nánari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri, í síma 896 4760.