Kolmunninn farinn að veiðast

Börkur NK. Ljósm. Guðlaugur BirgissonSíldarvinnsluskipin Börkur og Beitir komu á kolmunnamiðin um 300 mílur vestur af Norður-Írlandi í fyrradag. Á miðunum var þá vitlaust veður og ekki unnt að stunda veiðar en í gær tók veðrið heldur að skána og hófust veiðar þá. Tómas Kárason skipstjóri á Beiti segir að þeir hafi fengið 300 tonna hol í gærkvöldi og voru að hífa þokkalegt hol þegar heimasíðan hafði tal af honum. Segir Tómas að þeir á Beiti hafi lent í dálitlu brasi við upphaf veiðanna en nú sé hins vegar ágætis veiðiútlit. Um 20 skip eru á blettinum sem veitt er á og eru þau af ýmsu þjóðerni; þarna eru Rússar, Færeyingar og Norðmenn auk íslenskra skipa. 

Börkur er á sömu slóðum og Beitir og að sögn Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra eru þeir komnir með um 580 tonn í þremur holum. „Það er loksins komið skaplegt veður og þá fer þetta allt að ganga vel“, sagði Hjörvar.

Kolmunnaveiðarnar að hefjast

Beitir NK hélt til kolmunnaveiða í gær.  Ljósm. Guðlaugur BirgissonUppsjávarskip Síldarvinnslunnar, Börkur og Beitir, héldu til kolmunnaveiða í gærkvöldi. Í gærdag komu Birtingur og Polar Amaroq til Neskaupstaðar eftir að hafa leitað loðnu án árangurs dögum saman. Polar Amaroq mun væntanlega einnig halda til kolmunnaveiða um helgina en Birtingi verður lagt að sinni.

Kolmunninn veiðist nú á hafsvæðinu vestur af Írlandi þannig að skipin eru um tvo og hálfan sólarhring að sigla á miðin. Vel veiddist á þessum slóðum en að undanförnu hefur veðurhamur truflað veiðarnar.

Útgefinn kolmunnakvóti Síldarvinnslunnar er um 40 þúsund tonn og líkur eru á að hann verði aukinn. Uppsjávarskipa fyrirtækisins  bíða því ærin verkefni á næstunni.

Úkraínumarkaðurinn hefur vaxið mikið - grein Útvegsblaðsins

ÚtvegsblaðiðSmelltu hér til að lesa umfjöllun Útvegsblaðsins
Furðuskrif norskra fjölmiðla um ástæður þess að Íslendingar eigi ekki aðild að makrílsamningi

Á netmiðli norska sjávarútvegsblaðsins Kystmagasynet birtist nýverið grein sem útskýrir hvers vegna Íslendingar og reyndar einnig Grænlendingar eigi ekki aðild að nýgerðum samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga um makrílveiðar. Aðrir fjölmiðlar í Noregi sem fjalla um sjávarútvegsmál hafa síðan vitnað í umrædda grein og birt innihald hennar eins og hvern annan stórasannleik. Í umfjöllun Kystmagasynet um þetta mikilvæga mál er sérstaklega fjallað um Síldarvinnsluna  og vægast sagt stórfurðulegar upplýsingar veittar um stöðu og starfsemi fyrirtækisins.  Hér á eftir verða birt nokkur orðrétt brot úr viðkomandi grein og síðan bent á augljósar rangfærslur í henni.

Eftirfarandi skýring er gefin á því að Íslendingar og Grænlendingar eigi ekki aðild að umræddum makrílsamningi:

„Grænlensk og íslensk útgerðarfyrirtæki hafa fjárfest svo mikið í aukinni veiðigetu að samningur sem minnkar möguleika þeirra til makrílveiða mun leika þau grátt. Þess vegna þjónar það ekki hagsmunum Íslendinga að gerður sé samningur sem takmarkar makrílveiðar  þeirra“.

Á öðrum stað í greininni segir:

„Kystmagasynet.no hefur áður skrifað um grænlenska „rannsóknarkvótann“ sem hefur nú í ár verið aukinn úr 60.000 tonnum í 100.000 tonn. Á sama tíma hefur íslenska útgerðarfyrirtækið, Síldarvinnslan, til viðbótar við hin íslensku uppsjávarskip sín, mörg grænlensk uppsjávarskip í rekstri. Nokkur þessara skipa hafa verið keypt frá Noregi eins og greint hefur verið frá áður. Eitt þessara skipa, hin grænlenska Erika, var nú í vikunni í Las Palmas á leið sinni til Nouadibou í Máritaníu. Þar á skipið, sem er 57 metra langt og byggt 1978, að taka þátt í óvissuveiðum á sardínellu og sardínu. Síldarvinnslan veitir sjálf þær upplýsingar að hún starfræki fiskiðjuver fyrir uppsjávarfisk og bolfisk, þrjár fiskimjölsverksmiðjur, einn frystitogara og sex uppsjávarskip. Á netinu koma ekki fram upplýsingar um hvort þarna séu meðtalin grænlensku uppsjávarskipin, þar á meðal Erika, sem nú skal veiða úti fyrir ströndum Máritaníu...

Lesa meira...