- Details
-
Dagsetning: 30. Apríl 2014
Kolmunnaveiðar hafa gengið vel að undanförnu og hafa skipin komið til löndunar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hvert af öðru. Börkur er að landa fullfermi á Seyðisfirði og Hákon bíður löndunar þar. Bjarni Ólafsson er nýlega komin á miðin að aflokinni löndun í Neskaupstað og Polar Amaroq er að landa þar fullfermi. Beitir er á landleið með fullfermi og Birtingur er við það að fylla á miðunum.
- Details
-
Dagsetning: 30. Apríl 2014
Kolmunnaveiðar hafa gengið vel að undanförnu og hafa skipin komið til löndunar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hvert af öðru. Börkur er að landa fullfermi á Seyðisfirði og Hákon bíður löndunar þar. Bjarni Ólafsson er nýlega komin á miðin að aflokinni löndun í Neskaupstað og Polar Amaroq er að landa þar fullfermi. Beitir er á landleið með fullfermi og Birtingur er við það að fylla á miðunum.
- Details
-
Dagsetning: 28. Apríl 2014
Síðustu daga hefur verið góð kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni yfir dagtímann. Þegar kvölda tekur dregur úr veiðinni og er hún lítil yfir nóttina. Öll þrjú skip Síldarvinnslunnar fengu til dæmis um eða yfir 500 tonna hol í gær og verður það að teljast harla gott. Bjarni Ólafsson og Polar Amaroq eru á landleið til Neskaupstaðar með fullfermi og Börkur er einnig með fullfermi á leið til Seyðisfjarðar. Birtingur og Beitir eru að veiðum og hafði heimasíðan samband við Hálfdan Hálfdanarson skipstjóra á Beiti í morgun. „Það hefur verið fínasta veiði yfir daginn en minna á nóttunni, fiskurinn dreifir sér í myrkrinu,“ sagði Hálfdan. „Annars erum við nú með hol á síðunni eftir nóttina og í því eru 200-300 tonn sem þykir gott. Í gærkvöldi fengum við 500-600 tonna hol eftir að hafa togað í 7-8 tíma en þetta hol sem nú er verið að dæla úr tók 10 tíma. Við erum komnir með um 1000 tonn og það er ágætis veiðiútlit“, sagði Hálfdan að lokum.
- Details
-
Dagsetning: 25. Apríl 2014
Beitir NK kom með fullfermi af kolmunna til Seyðisfjarðar í fyrrinótt og var lokið við að landa úr skipinu um klukkan fimm í morgun. Aflinn var rúmlega 2.100 tonn og með honum hefur fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði tekið á móti rúmlega 7.000 tonnum á vertíðinni. Að sögn Gunnars Sverrissonar rekstrarstjóra fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar hefur vinnslan á Seyðisfirði gengið vel eftir að hún hófst af fullum krafti. Segir Gunnar að lokið verði við að vinna það hráefni sem hefur borist til verksmiðjunnar á morgun en miðað við þá veiði sem nú er ætti vinnsluhléið ekki að vera langt.