„Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn“

Börkur NK. Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirBörkur NK hélt út til loðnuleitar sl. þriðjudagskvöld og kom að landi í gær. Hann leitaði með fjórum öðrum skipum austur í hafi og norður fyrir Langanes og síðan nær landi ásamt Bjarna Ólafssyni AK. Leitin var árangurslaus. Heimasíðan hafði samband við Sigurberg Hauksson skipstjóra á Berki og spurði hann nánar út í þessa leit og hvernig honum litist á framhaldið: „Í þessari leit tóku þátt fimm skip, auk Barkar voru það Bjarni Ólafsson, Polar Amaroq, Faxi og Ingunn. Skipin röðuðu sér upp með 5-6 mílna millibili og leituðu í hafinu út af Austfjörðum og norður fyrir Langanes án árangurs. Að þessari leit lokinni könnuðum við á Berki ásamt Bjarna Ólafssyni grunninn en ekkert fannst þar heldur. Eins og fram hefur komið í fréttum liggur leitarskip Hafrannsóknastofnunar á Akureyri og hyggst bíða með frekari leit. Það eru afskaplega fá skip á þessari slóð núna en þegar við fórum í land voru ein 3 norsk skip komin til veiða og fleiri voru á leiðinni.

Það hefur gerst áður að loðnan hafi látið bíða eftir sér og það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Sennilegt er að menn bíði nú í nokkra daga og haldi síðan til leitar og ef ekkert finnst út af Austfjörðum verður líklega leitað norður af Sléttu og vestur fyrir Kolbeinsey .“

Test 2

 

Test 2

Veitingastaðurinn Larus (Mávur á

 latnesku) er nýr veitingastaður og í alla staði hinn glæsilegasti. Hann er í göngufæri frá hótelinu, eingöngu í 250 m fjarlæ

gð og tekur gangan um 5 mínútur. Gengið er eftir göngustíg í gegnum fallegan garð með aldargömlum kastaníutrjám. 

  

Togararnir koma að landi


Bjartur NK kom til Neskaupstaðar í morgun. Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirÍsfisktogarinn Bjartur NK kom að aflokinni veiðiferð til heimahafnar í Neskaupstað í morgun með 92 tonn og er uppistaða aflans þorskur og karfi. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri  segir að karfinn hafi fengist á Lónsdýpi, í Berufjarðarál og í Hvalbakshalli en þorskurinn í Hvalbakshalli og austur fyrir Hæl. Hér er um að ræða þriðju veiðiferð Bjarts eftir áramót og hefur fiskast þokkalega að mati Steinþórs í öllum veiðiferðunum.

Frystitogarinn Barði NK kemur til hafnar í kvöld en hann var við veiðar á Vestfjarðamiðum. Afli hans er 347 tonn upp úr sjó og er aflaverðmætið 88 milljónir króna í þessari fyrstu veiðiferð nýbyrjaðs árs. Um 160 tonn af aflanum er karfi, 52 tonn þorskur, 28 tonn ýsa, 47 tonn ufsi og 16 tonn grálúða.

Lítið um að vera á loðnumiðunum

Birtingur NK í Neskaupstað.  Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirFrá því á laugardag hefur lítið verið um að vera á loðnumiðunum, fá skip hafa verið að veiðum og afli hefur verið lítill í trollið. Það viðrar ekki vel til nótaveiða og spáin er óhagstæð fyrir næstu daga. Þetta ástand hefur leitt til þess að sum loðnuskipanna hafa haldið til hafnar og liggja þar bundin við bryggju. 

Birtingur NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með 350 tonn og er verið að frysta úr honum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.