Gott að hafa tvær vélar og tvær skrúfur
- Details
- Skrifað: 27. Janúar 2021

Frystihúsið á Seyðisfirði. Gullver NS við bryggjuna.
Ljósm. Ómar BogasonÍ morgun hófst vinnsla í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði en hún féll niður þegar stóra skriðan féll þar 18. desember sl. Heimasíðan ræddi við Ómar Bogason hjá frystihúsinu og spurði fyrst hvort fólk væri ekki ánægt með að geta hafið störf að nýju. „Jú, það má með sanni segja. Fólk er afskaplega ánægt með að lífið sé aftur að færast í fyrra horf. Við fengum heitt vatn frá fjarvarmaveitunni í húsið í gær og þá var hafist handa við að þrífa og allt var gert spikk og span. Gullver NS kom síðan í morgun með tæp 100 tonn af blönduðum afla þannig að ekki skortir hráefnið. Nú landar Gullver við fiskvinnslubryggjuna en síðast þurfti hann að landa við Strandarbakka vegna þess að ekki var fært í gegnum skriðuna. Fyrstu dagana verður starfsfólkið flutt með rútu í gegnum skriðusvæðið að frystihúsinu, en reynt er að takmarka umferðina þar sem mest vegna þess að unnið er að því að breikka veginn í gegn og hreinsa svæðið,“ segir Ómar.
Afli | Verðmæti | |
Vestmannaey VE | 3.900 tonn | 1.170 mkr |
Bergey VE | 4.450 tonn | 1.330 mkr |
Gullver NS | 5.100 tonn | 1.260 mkr |
Norðfjarðarhöfn á makrílvertíð sl. sumar.
Ljósm. Smári GeirssonÞrátt fyrir loðnuleysi telst árið 2020 hafa verið gott ár hvað varðar veiðar á uppsjávartegundum. Skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK og Börkur NK, öfluðu vel af síld, makríl og kolmunna og sama á við um um Bjarna Ólafsson AK sem er í eigu dótturfélagsins Runólfs Hallfreðssonar ehf. Þá var verð á uppsjávarafurðum gott þannig að afkoman af veiðunum var ágæt. Afli skipanna og aflaverðmæti var sem hér segir:
Heildarafli | Verðmæti | |
Beitir NK | 44.894 tonn | 1.929 mkr |
Börkur NK | 46.918 tonn |
1.982 mkr |
Bjarni Ólafsson AK | 32.034 tonn | 1.379 mkr |
Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tók á móti 46.882 tonnum af makríl og síld til vinnslu á nýliðnu ári. Móttekinn makríll nam 23.098 tonnum og móttekin síld 23.784 tonnum.
Hjálmar Ólafur BjarnasonÞegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfirði föstudaginn 18. desember sl. voru margir í áhöfn Seyðisfjarðatogarans Gullvers áhyggjufullir en skipið var þá að veiðum á sínum hefðbundnu miðum austur af landinu. Að því kom að skipið var kallað inn og kom það að landi aðfaranótt laugardagsins. Allir Seyðfirðingar í áhöfninni sem þess óskuðu fengu frí en skipið þess í stað mannað Norðfirðingum og það tók nánast örskotsstund að manna skipið. Ætlunin var að fara í stuttan karfatúr. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Hjálmar Ólafur Bjarnason og var þetta í fyrsta sinn sem hann settist í skipstjórastól en hann hefur verið stýrimaður á Gullver frá árinu 2017. Hjálmar Ólafur hóf sjómennsku á Barða NK einungis 16 ára að aldri árið 1999 og settist í Stýrimannaskólann árið 2010. Hann lauk síðan stýrimannaprófi árið 2014. Heimasíðan ræddi við Hjálmar Ólaf um þessa fyrstu veiðiferð hans í skipstjórastólnum. „Þetta bar brátt að en hamfarirnar á Seyðisfirði gerðu það að verkum að ég, Norðfirðingurinn, færi með skipið. Markmiðið með veiðiferðinni var að veiða karfa og okkur tókst með herkjum að ná þeim afla sem ætlast var til. Veiðiferðin stóð einungis í um tvo sólarhringa og við reyndum fyrir okkur á hefðbundnum slóðum: Lónsdýpinu, Hornafjarðardýpinu og einnig út á Þórsbanka. Staðreyndin er sú að það voru ekki miklar væntingar um góðan afla. Auðvitað voru það tímamót að fara í sinn fyrsta túr sem skipstjóri og þetta gekk allt saman stórslysalaust,“ segir Hjálmar Ólafur.
Vestmannaey VE. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonEinungis eitt skip úr flota Síldarvinnslunnar og tengdra fyrirtækja er á sjó nú á milli jóla og nýárs. Það er Vestmannaey VE sem hélt til veiða í gærkvöldi. Heimasíðan ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra í morgun og spurði fyrst út í veðrið. „Það er búinn að vera bölvaður norðan garri. Við erum í Háfadýpinu að veiðum núna og gerum ráð fyrir að fara í land á miðvikudagskvöld. Þetta verða semsagt þrír sólarhringar að veiðum. Við munum svo fagna nýju ári og halda væntanlega á ný til veiða 2. janúar,“ segir Birgir Þór.