Mikið leitað í Smugunni og loksins einhver árangur

Heimasíðan ræddi í morgun við Þorkel Pétursson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK og spurði hann hvað væri að frétta af makrílskipunum í Smugunni. „Við erum hressari núna en við höfum verið síðustu daga. Við erum loksins komnir í fisk og við og Beitir erum búnir að taka eitt hol. Hvort skip fékk 100 tonn og er aflanum dælt um borð hjá okkur.

Síldarvinnslan minnir á mikilvægi sóttvarna

Í síðustu viku sendi Síldarvinnslan áminningu um mikilvægi sóttvarna á allar starfsstöðvar og skip fyrirtækisins. Covid-19 faraldurinn er á mikilli uppleið á ný, sem hefur orðið til þess að enn á ný hefur verið gripið til sóttvarnaraðgerða af hálfu stjórnvalda. Því er skynsamlegt að gæta áfram varúðar og mælst er til þess að hugað sé að persónulegum smitvörnum til að koma í veg fyrir smit og veikindi. Rétt er að benda á að bólusettir geta borið veiruna og smitað aðra þótt þeir veikist ekki sjálfir.

Sami góði gangurinn hjá Eyjunum

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE héldu til veiða sl. fimmtudag og lönduðu báðir fullfermi í Vestmanneyjum í gær. Bæði skip fóru út strax eftir löndun og eru nú að reyna við karfa. Ráðgert er að þau landi á á morgun.

Skoðið nýjan Börk í 360° view

Börkur NK kom nýr í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað 3. júní sl. Nú gefst lesendum kostur á að skoða hvern krók og kima í skipinu í 360ᵒ View. Unnt er að fara um skipið í tölvunni og virða fyrir sér þetta nýjasta fiskiskip íslenska fiskiskipaflotans. Það er Vignir Már Garðarsson hjá Fasteignaljósmyndum sem annaðist myndatökuna.

                Börkur NK er uppsjávarskip og smíðað í skipasmíðastöð Karstensens í Skagen í Danmörku. Skipið er 89 m að lengd, 16,6 m að breidd og 4.140 brúttótonn. Tvær 3.600 kw aðalvélar eru í skipinu. Þrettán kælitankar fyrir afla eru í því og er burðargetan rösklega 3.300 tonn. Allur búnaður um borð í skipinu er af nýjustu og bestu gerð og mikil áhersla lögð á að búið sé vel að áhöfn. Nefna má einnig að mikil áhersla var lögð á orkusparnað við smíði skipsins og má fullyrða að ekki hafi umhverfisvænna skip verið í íslenska fiskiskipaflotanum.

                Sjón er sögu ríkari og nú geta lesendur farið um skipið í tölvunni og séð hvernig fullkomið og nútímalegt fiskiskip lítur út.

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum