Loðnuveiðar fara hægt af stað

Loðnuveiðar með flotvörpu hófust norður af landinu síðdegis í gær. Veiðarnar skiluðu litlum árangri í gær og nótt og kom það mönnum á óvart. Skipin voru í ágætis lóði en líkur eru á að verulegur hluti þess sé áta. Þegar trollin eru tekin eru þau kafloðin af átu. Loðnan virðist vera dreifð og þess vegna skila holin litlu.

Vinnsla á síld í fullum gangi – loðnuveiðar að hefjast

Lokið var við að vinna 900 tonn af íslenskri sumargotssíld úr Vilhelm Þorsteinssyni EA í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar sl. nótt. Vinnsla úr Beiti NK, sem kom með 1030 tonn, hófst síðan í morgun og er gert ráð fyrir að henni ljúki á föstudag. Síldin fékkst eins og áður á miðunum út af Faxaflóa.

Töluvert af loðnu að sjá en hún stendur djúpt

Börkur NK er að fylgjast með loðnunni norður af landinu ásamt fleiri skipum. Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri segir að áhöfnin hafi það náðugt og skipið sé bara látið reka. „Héðan er fátt að frétta. Við erum hérna í blíðviðri og það er töluvert af loðnu að sjá.

Uppgjörskynning á niðurstöðum þriðja ársfjórðungs

verið í íslenska fiskiskipaflotanum. Gunnþór B Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum á þriðja ársfjórðungi 2021 á rafrænu streymi. Streymið er á youtube rás Síldarvinnslunnar. Streymið hefst 25. nóvember klukkan 16:30 

Streymi á kynningu uppgjörs 3 f

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum