Síldarvinnslan styrkir afreksnemendur í Háskólagrunni HR

Í síðustu viku var skrifað undir samkomulag um „Gletting“, nýjan hvatningarstyrk atvinnulífsins fyrir nemendur í Háskólagrunni HR . Alcoa-Fjarðaál, Síldarvinnslan, Loðnuvinnslan, Eskja og Laxar fjármagna styrkinn sameiginlega til tveggja ára en fulltrúar þeirra hafa tekið virkan þátt í fjármögnun og stefnumótum háskólaverkefnisins á Austurlandi. Þeir nemendur sem ljúka fullu námi á einu ári með hæstu einkunn hljóta styrkinn, sem nemur um 500.000 kr. á mann og er gert ráð fyrir að einn til tveir nemendur geti hlotið styrkinn á hverju ári.

Sá enga ástæðu til að skipta um vinnuveitanda

Guðjón B. Magnússon er Siglfirðingur en fluttist austur til Neskaupstaðar árið 1974. Hann „giftist austur“ eins og sagt er en kona hans er Norðfirðingurinn Jóhanna Stefánsdóttir. Guðjón starfaði hjá Síldarvinnslunni í um 47 ár og hefur aldrei unnið hjá öðru fyrirtæki eftir að hann settist að í Neskaupstað. Um mánaðamótin apríl-maí sl. lét Guðjón af störfum og í tilefni af því tók heimasíða Síldarvinnslunnar hann tali.

Gert klárt fyrir fyrsta túr

Áhöfnin á nýja Berki er önnum kafin við að gera skipið klárt fyrir fyrstu veiðiferðina. Tíðindamaður heimasíðunnar fór um borð í morgun og spjallaði við skipstjórana Hálfdan Hálfdanarson og Hjörvar Hjálmarsson. Hjá þeim kom fram að stefnt væri að því að skipið héldi til kolmunnaveiða fyrir helgina. Hálfdan taldi sennilegt að veitt yrði austur af Færeyjum en nefndi þó að Beitir NK hefði farið út á mánudaginn og verið að kanna möguleika á kolmunnaveiði innan íslenskrar lögsögu.

Hluthafafundur Síldarvinnslunnar 30. júní 2021

Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn í Safnahúsinu, Neskaupstað klukkan 14:00.

Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum þannig jafnframt boðið upp á fullgilda rafræna þáttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar sé viðstaddir fundarstað. 

Hluthafar sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig tímanlega á vefsíðunni www.smartagm.com og eigi síðar en kl. 16:00 þann 29. júní.  Nánar um fundinn hérna 

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum