Bjartur NK kemur til löndunar. Ljósm: Hákon ErnusonBjartur NK kemur til löndunar. Ljósm. Hákon ErnusonSegja má að Bjartur NK hafi tekið síðasta heila mánuðinn sem hann verður gerður út hér við land með sannkölluðum stæl, en eins og kunnugt er hefur skipið verið selt til Íran og verður afhent nýjum eigendum síðar í þessum mánuði. Afli Bjarts í júlí var 634,2 tonn og var hann annar aflahæsti togarinn á landinu í mánuðinum samkvæmt aflafrettum.is. Vestmannaeyjaskipin Bergey og Vestmannaey voru í þrettánda og fjórtánda sæti yfir aflahæstu skip í mánuðinum en Gullver var að mestu í fríi þennan mánuð.
 
Steinþór Hálfdanarson skipstjóri á Bjarti segir að júlímánuður hafi verið afar góður. „Við fengum allan þennan afla á okkar hefðbundnu miðum hér fyrir austan og það var rennandi blíða allan mánuðinn. Það er ánægjulegt að síðustu vikurnar á Bjarti skuli vera svona góðar,“ sagði Steinþór.