Í dag er boðið upp á „bleikt kaffi“

Í dag er bleiki dagurinn. Allir landsmenn eru hvattir til að klæðast bleiku og hafa bleikan lit í fyrirrúmi svo konur sem greinst hafa með krabbamein skynji samstöðu og stuðning. Auk þess að klæðast bleiku og leggja áherslu á allt sem er bleikt er jákvætt og viðeigandi að bera bleiku slaufuna.

Á vinnustöðum Síldarvinnslusamstæðunnar verður boðið upp á ”bleikt kaffi” og eins mun fyrirtækið færa öllum konum sem starfa hjá því bleiku slaufuna að gjöf rétt eins og gert hefur verið árum saman. Bleika slaufan, sem fyrirtækið færir konunum, er hálsmen eða svonefnd sparislaufa. Það er Krabbameinsfélagið sem selur bleiku slaufuna og er bleiki dagurinn hápunktur árlegs fjáröflunarátaks félagsins. Hönnuður bleiku slaufunnar í ár er Thelma Björk Jónsdóttir.

Bleika sparislaufan