Togarinn Gullver NS siglir inn Norðfjörð í veðurblíðunni í gær.
Ljósm. Guðlaugur Björn Birgisson

Veðurblíðan á Austfjörðum það sem af er októbermánuði hefur verið einstök og oft minnt á bestu sumarblíðu. Hitastigið síðustu daga hefur jafnvel náð 20 gráðum og lognið hefur verið engu líkt. Það er gömul saga og ný að veðurfar hefur mikil áhrif á mannfólkið og sumarauki af þessu tagi er svo sannarlega vel þeginn eystra. Blíðan veldur því að jafnvel brúnin á svartsýnustu mönnum lyftist verulega og brosandi andlit er víða að sjá.

Þessum skrifum fylgir falleg mynd af togaranum Gullver NS sigla inn Norðfjörð í blíðunni í gær og einnig mynd sem tekin er niður á spegilsléttan hafflötinn af stefni togarans.

Mynd tekin af stefni Gullvers NS þegar siglt var inn Norðfjörð í gær.
Ljósm. Dagur Gnýsson