Nú hefur listi Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki verið birtur í fimmtánda sinn. Á listanum eru 1.131 fyrirtæki eða um 2% fyrirtækja í landinu. Síldarvinnslan er á listanum eins og hún hefur verið frá árinu 2012. Í flokki stórra fyrirtækja er Síldarvinnslan í öðru sæti og er einungis Landsvirkjun fyrir ofan hana. Þegar metið er hvort fyrirtæki er framúrskarandi er til dæmis horft til þess hvort ársreikningi hafi verið skilað á réttum tíma og hvort fyrirtækið fari að lögum í starfsemi sinni. Þá er einnig horft til skuldastöðu, eiginfjárhlutfalls, rektstrarfkomu, eigna og tengsla fyrirtækisins við sitt nærumhverfi. Það sem einkennir framúrskarandi fyrirtæki er stöðugleiki, sterkar stoðir og efnahagslegt mikilvægi.

Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar segist vera mjög ánægður með niðurstöðu Creditinfo og varla sé hægt annað en vera stoltur yfir öðru sætinu í flokki stórra fyrirtækja. “Enn og aftur sést hve starfsfólk Síldarvinnslunnar er frábært. Þessi árangur er starfsfólkinu að þakka,” segir Gunnþór.