Barði NK kom við í Vestmannaeyjum á leið á síldarmiðin vestur af landinu. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson

Áfram er haldið að vinna síld í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Barði NK kom í morgun með 580 tonn af íslenskri sumargotssíld sem fékkst vestur af landinu. Aflinn fékkst í þremur stuttum holum. Að sögn Odds Einarssonar yfirverkstjóra í fiskiðjuverinu er um ágæta síld að ræða og er hún heilfryst auk þess sem framleidd eru samflök.

Vilhelm Þorsteinsson EA er á austurleið með 1.300 tonn af síld og verður hann kominn til Neskaupstaðar áður en vinnslu úr Barða lýkur.