Fulltrúar starfsmanna fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað afhenda standlyftarann. Á myndinni eru talið frá vinstri: Stefán Pétur Pétursson, Jóhann Hákonarson, Guðjón Hauksson deildarstjóri sjúkra- og hjúkrunardeildar FSN og Guðjón B. Magnússon. Ljósm. Hákon ErnusonFulltrúar starfsmanna fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað afhenda standlyftarann. Á myndinni eru talið frá vinstri: Stefán Pétur Pétursson, Jóhann Hákonarson, Guðjón Hauksson deildarstjóri sjúkra- og hjúkrunardeildar FSN og Guðjón B. Magnússon. Ljósm. Hákon ErnusonSíldarvinnslan verðlaunar vinnustaði sína á hverju ári fyrir góðan árangur á sviði öryggismála. Starfsmenn fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað fengu til dæmis myndarleg verðlaun fyrir slysalaust ár 2015. Starfsmennirnir ákváðu að nota verðlaunaféið að þessu sinni til að færa Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað góða gjöf og var markmiðið að gjöfin myndi bæði koma starfsfólki og sjúklingum að gagni. Niðurstaðan var sú að keyptur var standlyftari sem ber heitið Sara 3000 og var gjöfin formlega afhent sl. fimmtudag. Heildarkostnaður við gjöfina var 625 þúsund krónur. 
 
Guðjón Hauksson, deildarstjóri sjúkra- og hjúkrunardeildar sjúkrahússins, sagði í spjalli við heimasíðuna að starfsfólkið á sjúkrahúsinu væri afar þakklátt fyrir þessa höfðinglegu gjöf. „Þetta tæki er notað til að hífa fólk sem er ófært um að standa eða ganga upp í standandi stöðu og síðan er unnt að setja fólkið í hjólastól og fara með það um. Hingað til hefur þurft að lyfta fólki með handafli og það er bæði erfitt fyrir starfsfólk og felur í sér óöryggi. Tilkoma tækisins eykur því öryggi viðkomandi sjúklinga til mikilla muna og Það er ómetanlegt. Við höfum þegar hafið notkun tækisins og það reynist afar vel,“ sagði Guðjón.