Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu, lét af störfum hjá Síldarvinnslunni 1. ágúst sl. Jón Már mun þó vera stjórnendum fiskimjölsverksmiðja og fiskiðjuvers fyrirtækisins til ráðuneytis til loka febrúar á næsta ári. Jón Már á að baki langan og farsælan starfsferil hjá Síldarvinnslunni. Fyrst starfaði hann hjá fyrirtækinu sem unglingur en hóf störf sem vélstjóri árið 1981, tók síðan við starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað árið 1995 og gegndi loks starfi yfirmanns landvinnslu frá árinu 2008.
Viðtal við Jón Má, þar sem fjallað verður um starfsferilinn hjá Síldarvinnslunni, mun birtast síðar hér á heimasíðunni.