Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK lönduðu báðir fullfermi af kolmunna á Norðfirði á þriðjudaginn sem skipin fengu á miðunum suður af Færeyjum.  Bæði skipin héldu aftur til veiða að lokinni löndun.

Barði NK landaði frystum afurðum á mánudag að verðmæti um 65 mkr. eftir um 15 daga að veiðum.  Stærstur hluti aflans var karfi.  Barði NK hélt aftur til veiða á þriðjudag.
Bjartur NK landaði á Norðfirði á þriðjudag um 90 tonnum og var uppistaða aflans þorskur og ufsi.  Bjartur NK hélt aftur til veiða að lokinni löndun á þriðjudaginn.