
Síldarvinnslan auglýsir eftir stöðum gjaldkera og bókara hjá fyrirtækinu. Vinnustöð starfanna er á skrifstofu félagsins í Neskaupstað. Ef nýjir umsækjendur búa ekki nú þegar á svæðinu mun Síldarvinnslan aðstoða við búferlaflutninga, þ.m.t. atvinnuleit maka.
Gjaldkeri Síldarvinnslunnar hf.
Menntunar- og hæfniskröfur gjaldkera:
- Háskólamenntun tengd rekstri/viðskiptum eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af bókhaldi og sambærilegum störfum.
- Þekking á Navision eða Business Central er kostur.
- Góð almenn tölvufærni m.a. á Microsoft Office.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.
- Þekking á Navision eða Business Central er kostur.
- Heiðarleiki, nákvæmni og vandvirkni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Greiðsla reikninga fyrir öll félög í samstæðu Síldarvinnslunnar, afstemmingar á öllum bankareikningum. auk annarra tilfallandi verkefna.
Umsóknir fara gegnum Alfreð: Gjaldkeri | Síldarvinnslan hf.
Bókari Síldarvinnslunnar hf.
Menntunar- og hæfniskröfur bókara:
- Menntun og/eða reynsla af bókhaldsvinnu er kostur.
- Góð almenn tölvufærni m.a. á Microsoft Office.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.
- Heiðarleiki, nákvæmni og vandvirkni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Færsla bókhalds félaga í samstæðu Síldarvinnslunanr s.s. skráningar, bókun reikninga, afstemmingar, auk annarra tilfallandi starfa.
Umsóknir fara í gegnum Alfreð: Bókari | Síldarvinnslan hf.
Síldarvinnslan hf. er eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu. Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og bolfiskvinnslur í Grindavík.
Síldarvinnslan leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar og leitast við að nota nýjustu tækni sem völ er á til veiða og vinnslu. Hjá félaginu starfa um 700 manns og leggur fyrirtækið sig fram um að bjóða upp á öruggt og gott vinnuumhverfi og samkeppnishæf laun. Síldarvinnslan hefur hlotið jafnlaunavottun frá Jafnréttisstofu sem staðfestir að hjá fyrirtækinu er ekki kynbundinn launamunur.
Neskaupstaður er blómlegt samfélag með um 1500 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og þar er gott að ala upp börn. Í Neskaupstað er öflugt íþróttastarf og félags- og menningarlíf, gott skíðasvæði í Oddsskarði, fallegur 9 holu golfvöllur, einhver besta sundlaug landsins og fjölbreytt tækifæri til útivistar og veiða. Allt þetta gerir Neskaupstað að spennandi búsetukosti. Einnig er skólastarf metnaðarfullt og auðvelt er að fá pláss á glænýjum leikskóla, auk þess sem Fjórðungssjúkrahús Austurlands er á staðnum. Neskaupstaður er hluti af Fjarðabyggð, 5000 manna sveitarfélagi sem byggir á öflugu og stöðugu atvinnulífi.
Nánari upplýsingar veitir Hákon Ernuson starfsmannastjóri,