Beitir NK hefur hafið loðnuveiðar. Ljósm. Helgi Freyr Ólason

Beitir NK hefur hafið loðnuveiðar. Í morgun var rætt við Sturlu Þórðarson skipstjóra og þá voru skipverjar að fara að dæla. „Það er ekki mikið í núna en við erum þegar komnir með 850 tonn í þremur holum. Það voru rúmlega 300 tonn í fyrstu tveimur og síðan 200. Ætli séu ekki 150 – 200 tonn í þessu holi. Við erum austan við Kolbeinseyjarhrygginn og sáum töluvert af loðnu á laugardaginn en heldur minna í gær. Þetta virðist vera fínasta loðna, um 40 stykki í kílóinu og karl og kerling til helminga,“ segir Sturla.