Bergur VE kemur til löndunar í Neskaupstað. Ljósm. Smári Geirsson

Bergur VE kom til löndunar í Neskaupstað í gærmorgun og í kjölfarið kom Vestmannaey VE. Afli skipanna var mestmegnis ýsa en einnig dálítill þorskur. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að veitt hafi verið út af Austfjörðum í fínasta veðri. “Við byrjuðum á Glettingi og fengum þar ágætt af ýsu. Síðan var haldið á Gerpsiflak og þar fékkst ýsa blönduð þorski. Við restuðum síðan á Breiðdalsgrunni og við Hvalbakinn,” segir Jón

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, hafði svipaða sögu að segja. “Við byrjuðum á Gerpisflaki, sáðan var haldið á Skrúðsgrunn og loks var endað við Bæli karlsins og á Hvalbaksgrunni,” segir Birgir þór.

Skipstjórarnir gera ráð fyrir að veitt verði áfram á Austfjarðamiðum og veruleg áhersla verði lögð á ýsuveiði.