Fræðsluáætlun Síldarvinnslunnar var kynnt fyrir starfsfólki fiskiðjuversins í gær. Ljósm. Úrsúla Manda Ármannsdóttir

Núna á vorönn er boðið upp á mörg námskeið fyrir það starfsfólk Síldarvinnslunnar sem starfar í landi. Námskeiðin eru liður í fræðsluáætlun fyrirtækisins sem unnin er í samvinnu við Austurbrú. Skráning á námskeiðin fer ýmist fram á heimasíðu Austurbrúar eða hjá Hákoni Ernusyni starfsmannastjóra Síldarvinnslunnar. Hvert námskeið verður auglýst sérstaklega. Frekari upplýsingar um námskeiðahaldið veita Þorbjörg Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú () og Hákon Ernuson starfsmannastjóri ().

Hér verða talin upp námskeiðin sem í boði verða á önninni:

  • Skyndihjálp. Mars (fiskiðjuver), apríl – maí (fiskimjölsverksmiðja), maí (skrifstofa).
  • Starfslokanámskeið – hugað að starfslokum. 2. apríl kl 13 – 16.
  • Góður starfskraftur. Fyrir allt starfsfólk. Kennari: Ingrid Kuhlman. 7. apríl kl. 10.30 – 14 og 8. apríl kl. 8.00 – 11.00.
  • Stjórnunarhæfni. Kennari: Ragnhildur Vigfúsdóttir. Námskeið fyrir stjórnendur. 10. apríl kl. 9.00 – 10. 30.
  • Excel fyrir lengra komna. Fyrir starfsfólk á skrifstofu, stjórnendur og sérfræðinga. Apríl/maí.
  • Námskeið í notkun gervigreindar. Kennari: Kristján Gíslason. Kennt í þremur hópum dagana 12. – 13. maí. Hópur 1: Starfsfólk á skrifstofu, í vöruhúsi, verkstjórar, sérfræðingar og stjórnendur. Hópur 2: Starfsfólk á skrifstofu, í vöruhúsi, verkstjórar, sérfræðingar og stjórnendur. Hópur 3: Iðnaðarmenn.
  • HACCP-námskeið. Námskeið fyrir almennt starfsfólk, iðnaðarmenn í fiskiðjuveri og starfsfólk í gæðaeftirliti haldið í júnímánuði.
  • Námskeið fyrsir starfsfólk á rannsóknastofu. Námskeiðið er ótímasett.
  • Innanhússfræðsla. Öryggisfræðsla fyrir allt starfsfólk. Námskeið um ferli vinnslunnar í fiskimjölsverksmiðjum. Námskeið um verklag við fiskvinnsluvélar. Námskeiðin eru ótímasett.