Í dag heimsótti hver krakkahópurinn af öðrum skrifstofur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Flestir voru klæddir í hina skrautlegustu búninga og sungu hóparnir hástöfum hin ýmsu lög fyrir starfsfólkið. Kennarar Nesskóla fylgdu hópunum og allir brostu út að eyrum. Unga fólkið þáði harðfiskpoka áður en kvatt var enda viðeigandi að sjávarútvegsfyrirtæki gefi slíkt sælgæti.
Það er alltaf skemmtilegt að fá heimsóknir sem þessar á öskudegi og hér fylgja með myndir sem teknar voru í dag.




