Rafvæðing fiskimjölsverksmiðjuFramkvæmdum við rafvæðingu fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað lauk um síðustu helgi. Laugardaginn 12. janúar var allur rafvæðingarbúnaðurinn gangsettur og markar því sá dagur ákveðin tímamót í sögu verksmiðjunnar.

Framkvæmdir við rafvæðinguna hófust fyrir rúmu ári en þær fólu í sér eftirfarandi: Í fyrsta lagi voru þurrkarar verksmiðjunnar rafvæddir, komið upp háspennubúnaði, spennum, rofum og öðrum tilheyrandi rafbúnaði.  Í öðru lagi þurfti að ráðast í byggingaframkvæmdir eins og hækkun á þurrkarahúsi og byggingu rofahúss, spennistöðvar og töfluherbergis. Í þriðja lagi var síðan settur upp 34 metra hár skorsteinn og nýr lykteyðingarbúnaður.