Starfamessa á Egilsstöðum ljósm. Austurbrú

Starfamessa var skipulögð af Austurbrú fyrir nemendur í 9 og 10. bekk grunnskóla og 1. ársnemendur framhaldsskóla,  til þess að fræðast um atvinnulífið og menntun. Markmiðið með starfamessunni var að krakkarnir gætu kynnt sér fjölbreytta möguleika í störfum á Austurlandi. Um 40 fyrirtæki af austurlandi kynntu starfsemi sína. Talsmaður heimasíðunnar gaf sig á tal við Hákon Ernuson starfsmannastjóra.

Við hjá Síldarvinnslunni kynntum fyrir þeim hvaða störf eru í boði innan Síldavinnslunnar og var rætt almennt um sjávarútveg. Farið var yfir hvað menntunar þarf til að geta sinnt hinum ýmsu fjölbreyttu störfum hjá Síldarvinnslunni, bæði til sjós eða lands.  Starfsmenn Síldarvinnslunnar deildu reynslu sinni, upplýsingum og fóru yfir þau fjölmörgu tækifærum sem eru í boði. Margir nemendur höfðu mikinn áhuga á því að fræðast um störfin og kynntu sér framtíðarmöguleika í greininni.

Síldarvinnslan var með spurningarkönnun þar sem nemendur voru spurðir nokkra laufléttrar spurninga um sjávarútveg. Krakkarnir voru ekki alveg með öll svör á hreinu, en við þátttöku í könnunni skapaðist skemmtileg umræða um sjávarútveginn.

„Það vakti áhuga hjá krökkunum hvað væru í raun mörg störf í boði hjá Síldavinnslunni. Áhugavert fannst okkur að sjá hvað þau vissu lítið um sjávarútveg. Við erum þó nokkuð viss um að þau leiti sér meiri þekkingar um greinina eftir spurningaleikinn þar sem þeim fannst hann skemmtilegur.“ Sagði Hákon Ernuson Starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar.  „Síldarvinnslan leggur áherslu á að kynna sjávarútveginn fyrir yngri kynslóðum.  Með þátttöku okkar í Starfamessunni vonumst við til að eitthvað af þessum krökkum geti fundið framtíðarstarf hjá okkur“

Bás Síldarvinnslunnar á starfamessu ljósm. Austurbrú

Hákon Ernuson starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar ljósm. Austurbrú