
Í sumar mun starfa umhverfishópur á vegum Síldarvinnslunnar og verða unglingar ráðnir til starfa í honum. Aðalverkefni hópsins verður að hugsa um lóðir fyrirtækisins en einnig verður unnið við málningarvinnu og þrif bæði utan- og innandyra. Í hópinn verða ráðnir unglingar á aldrinum 16 – 17 ára. Þá er einnig laust til umsóknar starf flokksstjóra umhverfishópsins, en flokksstjórinn þarf að vera 18 ára eða eldri.
Umsóknarfrestur um störfin er til 1. maí en umsóknir skal senda til Hákonar Ernusonar starfsmannastjóra Síldarvinnslunnar ()