SVN – Gullversmótið í golfi var haldið á Seyðisfirði í blíðviðri sl. laugardag. Þátttakendur í mótinu voru 64 talsins og komu þeir víða að. Þetta mót er árlegur viðburður og kunna golfarar vel að meta það. Mótið þótti í alla staði vel heppnað og nutu þátttakendur sín vel í austfirsku dásemdarveðri.
Sigurvegari í höggleik á mótinu var Pétur Friðgeir Jónsson en Inga Þorvaldsdóttir vann punktakeppnina.