Vestmannaey VE kemur til hafnar í Grindavík. Ljósm. Jón Steinar Sæmundsson

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og spurði um aflabrögð og veður. “Þetta var þægilegur sumartúr og auk þess var hann stuttur en við stoppuðum á miðunum í 33 eða 34 tíma og náðum að fylla. Veður var virkilega gott en veitt var á Víkinni. Aflinn var mest þorskur og ýsa og síðan blanda af öðru. Haldið var til veiða á ný fljótlega eftir að löndun lauk og nú þurfum við að fá meiri ýsu og þess vegna er siglt austur á grunn,” sagði Birgir Þór.

Að yfirstandandi túr loknum er stefnt að því að Vestmannaey fari í slipp til Akureyrar og mun það líklega gerast um næstu helgi.