Fljótlega eftir stofnun Síldarvinnslunnar var ákveðið að fyrirtækið skyldi reisa 2400 mála síldarverksmiðju. Þegar var hafist handa við að undirbúa framkvæmdir og voru verksmiðjuvélarnar keyptar frá síldarverksmiðju á Dagverðareyri við Eyjafjörð. Vélsmiðjan Héðinn í Reykjavík var fengin til að annast gerð teikninga af verksmiðjunni og sjá um byggingu hennar.
Byggingarframkvæmdir hófust í byrjun aprílmánaðar 1958 og þann 17. júlí sama ár hófst móttaka síldar. Á fyrsta starfsárinu tók verksmiðjan á móti liðlega 4.000 tonnum af hráefni en mest hráefni á einu ári fékk hún árið 1966, 107.533 tonn.
Síldarverksmiðjan átti eftir að skila góðum arði og leggja grunn að öflugu fyrirtæki. Verksmiðjan var starfrækt allt þar til hún eyðilagðist í snjóflóði 20. desember 1974. Ný verksmiðja var þá reist á nýju hafnarsvæði fyrir botni Norðfjarðar og tók hún til starfa í febrúarmánuði 1976.
Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.