Möguleikar á framleiðslu verðmætari afurða kannaðir

Uppsjávarsmiðju verður komið upp í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þar verða framkvæmdar rannsóknir með það að markmiði að auka verðmæti afurða. Ljósm. Hákon Ernuson Matís hefur að undanförnu verið að efla starfsemi sína úti á landi í takt við áherslur Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Hluti af þeirri uppbyggingu hefur verið fjárfesting í tilraunabúnaði fyrir rannsóknaaðstöðu sem staðsett er í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þar er ætlunin að sinna rannsóknum t.a.m. á sviði...

Stjórnarformaðurinn þakklátur

Vel heppnuðu hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar lauk sl. miðvikudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn reyndist vera í útboðinu bæði frá almenningi og...

90 tonn eftir þrjá daga

Gullver NS að veiðum í Berufjarðarálnum. Ljósm. Þorgeir Baldursson Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 90 tonn og...

HLUTAFJÁRÚTBOÐ SÍLDARVINNSLUNNAR Í MAÍ 2021

Útboðið hefst kl 10.00 mánudaginn 10. maí 2021 og því lýkur kl 16:00 miðvikudaginn 12. maí 2021. Fyrsti viðskiptadagur með bréf er áætlaður
eigi síðar en 27. maí 2021.

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum