Endanlega gengið frá kaupum á Vísi hf.

Í gær, þann 1. desember, var endanlega gengið frá kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi hf. í Grindavík. Ákvörðun um kaupin var tekin í júlímánuði sl. en samkeppniseftirlitið samþykkti þau nýverið.

Barði með Vilhelm Þorsteinsson í togi til Akureyrar

Þegar Vilhelm Þorsteinsson EA kom að mynni Norðfjarðarhafnar sl. mánudag með 900 tonn af síld varð bilun í stjórnbúnaði skipsins sem orsakaði að það fór á fulla ferð afturábak en síðan drapst á vélinni.

Börkur og Beitir á kolmunna

Síldarvinnsluskipin Börkur NK og Beitir NK héldu til kolmunnaveiða sl. mánudagskvöld og hófu veiðar í gærmorgun. Heimasíðan náði sambandi við Leif Þormóðsson stýrimann á Berki í morgun og spurði frétta.

Kynning á þriðja árshlutauppgjöri 2022

Gunnþór B Ingvason mun gera grein fyrir uppgjöri á þriðja ársfjórðungi 2022 klukkan 16:15 á vefstreymi sem má nálgast á streymisrás Síldarvinnslunnar á Youtube

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 186 þúsund tonn eða 37 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í uppsjávarfiski 53%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum