Kolmunnaveiðum að ljúka að sinni – loðnuvertíð framundan

Nú er kolmunnaveiðum Síldarvinnsluskipa og annarra skipa sem landa hjá fyrirtækinu að ljúka að sinni. Framundan er loðnuvertíð. Beðið er eftir niðurstöðum loðnuleiðangursins sem er að ljúka en margir eru bjartsýnir á að kvótinn sem þegar hefur verið gefinn út verði aukinn.

Loðnuspenningur

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq kom til Seyðisfjarðar í gær með fullfermi af kolmunna eða 2.100 tonn. Í samtali við Geir Zoёga skipstjóra kom fram að veiðin á gráa svæðinu suður af Færeyjum hefði gengið vel.

Kynning á þriðja árshlutauppgjöri 2022

Gunnþór B Ingvason mun gera grein fyrir uppgjöri á þriðja ársfjórðungi 2022 klukkan 16:15 á vefstreymi sem má nálgast á streymisrás Síldarvinnslunnar á Youtube

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 186 þúsund tonn eða 37 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í uppsjávarfiski 53%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum