
Bergey með góðan afla og Vestmannaey í slipp
Bergey VE kom til heimahafnar í Eyjum í morgun með fullfermi. Aflinn var góð blanda af þorski, ýsu og ufsa. Systurskipið Vestmannaey er hins vegar í slipp á Akureyri en gert er ráð fyrir að það haldi til veiða um næstu helgi.
Sumarstopp hjá Vísi
Það er hefð fyrir því hjá Vísi í Grindavík að gera hlé á veiðum og vinnslu í tiltekinn tíma yfir sumarið. Sumarstoppið í ár hófst í þessari viku og er ekki gert ráð fyrir að skipin haldi til veiða á ný fyrr en eftir verslunarmannahelgi og síðan mun vinnsla hefjast fljótlega eftir það.
Góð vika hjá Bergey
Ísfisktogarinn Bergey VE hefur landað tvisvar í heimahöfn í Eyjum í þessari viku. Jón Valgeirsson skipstjóri er ánægður með gang veiðanna. “Við fórum út á fimmtudag í síðustu viku og héldum beint á Pétursey og Vík.
Kynning 1. ársfjórðungs Síldarvinnslunnar 2025
Gunnþór Ingvason forstjóri gerir grein fyrir niðurstöðum 1. ársfjórðungs 2025.
SÍLDARVINNSLAN HF.
Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.
VEIÐAR
Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.
VINNSLA
Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík.
STARFSFÓLKIÐ
Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum