Kolmunnaveiðum lokið að sinni

Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar hafa lokið kolmunnaveiðum í færeysku lögsögunni að sinni. Bjarni Ólafsson AK kom með síðasta farminn, 1.700 tonn, til Seyðisfjarðar síðastliðna nótt. Veiðarnar hafa gengið einstaklega vel og hafa Síldarvinnsluskipin borið að landi um 42.000 tonn frá því þær hófust um miðjan aprílmánuð.

Samgöngusamningur

Fjórða árið í röð gefst starfsfólki Síldarvinnslunnar kostur á að gera svonefndan samgöngusamning við fyrirtækið. Slíkur samningur getur gilt frá 1. júní til 31. október eða hluta af því tímabili. Í samningnum felst að starfsmaður fer gangandi eða hjólandi í vinnuna að minnsta kosti fjóra daga í viku og fær þá styrk að upphæð 9.000 kr. og er samgöngustyrkurinn undanþeginn skatti.

Blandaður afli hjá Vestmannaeyingum

Vestmannaeyjaskipin, Bergey VE og Vestmannaey VE, héldu til veiða sl. sunnudag og lönduðu síðan bæði fullfermi sl. miðvikudag. Þau héldu til veiða á ný í gærkvöldi eftir rúmlega sólarhrings stopp í landi. Heimasíðan ræddi við Jón Valgeirsson, skipstjóra á Bergey, og spurði hvernig túrinn hefði gengið.

Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2022

Rafræn kynningarfundur á niðurstöðum uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2022 verður haldinn á miðvikudaginn 25. maí klukkan 16:30. Streymið verður aðgengilegt á streymisrás Síldarvinnslunnar á youtube,

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum