Samfélagsspor Síldarvinnslunnar jókst enn árið 2023

Verðmætasköpun Síldarvinnslunnar hefur víðtæk samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Í nýútkominni samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar fyrir árið 2023 má finna samantekt um samfélagsspor Síldarvinnslusamstæðunnar sem gefur heildstæða mynd af öllum opinberum gjöldum og sköttum sem greiddir eru til hins opinbera vegna starfsemi félagsins.

Gott fiskirí hjá togurunum

Ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu allir fullfermi sl. laugardag. Gullver í Hafnarfirði en Vestmannaey og Bergur í heimahöfn í Vestmannaeyjum. Bergur og Vestmannaey lönduðu síðan aftur fullfermi í Eyjum í gær. Heimasíðan ræddi stuttlega við Þórhall Jónsson skipstjóra á Gullver og Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey.

Tæknidagur fjölskyldunnar var fjölsóttur og tókst vel

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í Verkmanntaskóla Austurlands í Neskaupstað í níunda sinn sl. laugardag og tókst vel í alla staði. Dagurinn var fjölsóttur og kom fólk víða að. Dagskráin var fjölbreytt og má segja að höfðað hafi verið til allra aldurshópa.

Kynning á ársuppgjöri 2023

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum ársuppgjöri 2023

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 07.03.2024 klukkan 16:00

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum