Unnið að viðgerð á Vestmanney

Eins og lesendum heimasíðunnar er í fersku minni þá kom upp eldur í vélarúmi ísfisktogarans Vestmannaeyjar VE 27. október sl. Miklar skemmdir urðu á annarri aðalvél skipsins og hefur að undanförnu verið unnið að viðgerð á henni í Reykjavík.

Rysjótt veður en góður afli

Ísfisktogararnir Bergey VE og Gullver NS komu báðir að landi sl. föstudag með góðan afla. Bergey landaði fullfermi í Vestmannaeyjum og segir Jón Valgeirsson skipstjóri að afli hafi verið ágætur þó veðrið hefði mátt vera betra. “Veðurfarið hefur verið leiðinlegt.

Uppgjörskynning á niðurstöðum þriðja ársfjórðungs

verið í íslenska fiskiskipaflotanum. Gunnþór B Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum á þriðja ársfjórðungi 2021 á rafrænu streymi. Streymið er á youtube rás Síldarvinnslunnar. Streymið hefst 25. nóvember klukkan 16:30 

Streymi á kynningu uppgjörs 3 f

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum