
Jólasíldin er algjört hnossgæti
Að undanförnu hefur verið unnið að því í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað að setja jólasíld fyrirtækisins í fötur. Það eru margir sem bíða spenntir eftir síldinni og telja hana ómissandi hluta jólahátíðarinnar. Síldarvinnslusíldin þykir sú besta og fá allir, sem starfa hjá fyrirtækinu eða tengjast því, vatn í munninn þegar á hana er minnst.
Kolmunninn aftur á dagskrá
Í morgun héldu Síldarvinnsluskipin Barði NK og Beitir NK til kolmunnaveiða en kolmunna hefur ekki verið landað hjá Síldarvinnslunni síðan í byrjun þessa mánaðar. Heimasíðan ræddi við Þorkel Pétursson, skipstjóra á Barða, og spurði hann fyrst hvar veitt yrði.
Fínasta kropp hjá Vestmannaey
Vestmannaey VE landaði fullfermi eða 79 tonnum í heimahöfn í Eyjum í gærkvöldi. Aflinn var mest ýsa og þorskur; 44 tonn af ýsu og 28 af þorski. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri lætur vel af veiðiferðinni.
Kynning á árshlutauppgjöri 3 F 2023
Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum þriðja árshlutauppgjörs 2023.
Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 23.11.2023 klukkan 16:30
SÍLDARVINNSLAN HF.
Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.
VEIÐAR
Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.
VINNSLA
Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.
STARFSFÓLKIÐ
Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum