Eins þægilegt og það getur verið

Þessa dagana er samfelld síldarvinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Skipin afla vel og stoppa stutt á miðunum. Beitir NK kom með 1.540 tonn sl. mánudag og í kjölfar hans var landað um 600 tonnum úr Bjarna Ólafssyni AK. Börkur NK kom síðan í morgun með 650 tonn eftir stutta veiðiferð. Heimasíðan ræddi við Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóra á Berki, og spurði fyrst hvar síldin hefði fengist.

Eyjarnar landa áfram fyrir austan

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE halda áfram að landa fyrir austan. Vestmannaey landaði fullfermi í Neskaupstað í gær og Bergey landar á Seyðisfirði í dag. Heimasíðan ræddi við Ragnar Waage Pálmason, skipstjóra á Bergey, og spurði hvort ekki væri um stuttan túr að ræða hjá skipinu.

Síðasti makrílfarmurinn til Neskaupstaðar á vertíðinni

Sl. laugardag kom Bjarni Ólafsson AK líklega með síðasta makrílfarminn sem berst til Neskaupstaðar á þessari vertíð. Afli skipsins var 260 tonn og fékkst hann í íslenskum sjó, um 160 mílur norðaustur af Dalatanga. Runólfur Runólfsson skipstjóri segir að nú megi gera ráð fyrir að vertíðinni sé lokið.

Skoðið nýjan Börk í 360° view

Börkur NK kom nýr í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað 3. júní sl. Nú gefst lesendum kostur á að skoða hvern krók og kima í skipinu í 360ᵒ View. Unnt er að fara um skipið í tölvunni og virða fyrir sér þetta nýjasta fiskiskip íslenska fiskiskipaflotans. Það er Vignir Már Garðarsson hjá Fasteignaljósmyndum sem annaðist myndatökuna.

                Börkur NK er uppsjávarskip og smíðað í skipasmíðastöð Karstensens í Skagen í Danmörku. Skipið er 89 m að lengd, 16,6 m að breidd og 4.140 brúttótonn. Tvær 3.600 kw aðalvélar eru í skipinu. Þrettán kælitankar fyrir afla eru í því og er burðargetan rösklega 3.300 tonn. Allur búnaður um borð í skipinu er af nýjustu og bestu gerð og mikil áhersla lögð á að búið sé vel að áhöfn. Nefna má einnig að mikil áhersla var lögð á orkusparnað við smíði skipsins og má fullyrða að ekki hafi umhverfisvænna skip verið í íslenska fiskiskipaflotanum.

                Sjón er sögu ríkari og nú geta lesendur farið um skipið í tölvunni og séð hvernig fullkomið og nútímalegt fiskiskip lítur út.

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum