Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hf.

Um útboðið

 

Útboðið hefst kl. 10:00 mánudaginn 10. maí 2021 og því lýkur kl. 16:00 miðvikudaginn 12. maí 2021

Stærð útboðsins er 447.626.880 hlutir í formi áður útgefna hlutabréfa í Síldarvinnslunni hf., en heimilt verður að stækka útboðið um allt að 51.000.000 hluti eða upp í allt að í 498.626.880 hluti

Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði, tilboðsbók A og tilboðsbók B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun

Verð í tilboðsbók A verða innan verðbilsins 55-58 kr./hlut og verð í tilboðsbók B er að lágmarki 55 kr./hlut

Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar föstudaginn 14. maí 2021

Áætlaður gjalddagi og eindagi er fimmtudaginn 20. maí 2021

Afhendingardagur hluta er áætlaður miðvikudaginn 26. maí 2021

Fyrsti viðskiptadagur með hluti Síldarvinnslunnar hf. á Aðalmarkað Nasdaq Iceland er áætlaður eigi síðar en 27. maí 2021

Landsbankinn er umsjónaraðili útboðsins

Tekið verður við áskriftum rafrænt á vef Landsbankans

Útboðið er eingöngu markaðssett á Íslandi og er þátttaka í því heimil öllum þeim einstaklingum og lögaðilum sem hafa bæði íslenska kennitölu og eru fjárráða í skilningi lögræðislaga nr. 71/1997, með þeim takmörkunum sem af lögunum kunna að leiða. Þar af leiðir að einstaklingum sem ekki hafa náð 18 ára aldri, sem og þeim einstaklingum sem ekki ráða búi sínu sjálfir, er ekki heimil þátttaka í útboðinu.

Afrakstri útboðsins verður varið til seljenda hlutafjár í útboðinu. Minnt er á að hlutabréf eru áhættusöm fjárfesting sem byggja á væntingum en ekki loforðum. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í Síldarvinnslunni hf. skulu fjárfestar kynna sér alla skilmála útboðsins og upplýsingar um Síldarvinnsluna hf., sem finna má í lýsingu Síldarvinnslunnar hf., sem dagsett er 3. maí 2021.

1) Miðað við grunnstærð útboðs og verðbil í tilboðsbók A. Seljendur áskilja sér rétt til þess að breyta innbyrðis stærð tilboðsbóka reynist eftirspurn gefa tilefni til þess og að teknu tilliti til markmiða útboðsins.

2) Með áskriftum er átt við tilboð sem þátttakendur (áskriftendur) leggja fram í hlutafjárútboðinu.

3) Seljendur áskilja sér rétt til þess að víkja frá meginreglum varðandi úthlutun og skerða áskriftir og úthluta hlutum með þeim hætti sem þeir telja æskilegt til að ná fram markmiðum útboðsins, þ.m.t. að hafna áskriftum í heild eða að hluta án sérstakrar tilkynningar eða rökstuðnings þar um.

Þátttaka í útboðinu er skuldbindandi. Fjárfestir, sem staðfest hefur þátttöku sína hvort heldur sem er í tilboðsbók A eða B getur ekki breytt áskrift sinni eða fallið frá henni, nema við tilteknar aðstæður sem koma fram í lýsingu félagsins.

Söluaðilar áskilja sér rétt til að krefjast staðfestingar á greiðslugetu eða tryggingar fyrir greiðslu áskrifta frá fjárfestum. Verði fjárfestir ekki við þessari kröfu söluaðila innan þess frests sem gefinn er, áskilja söluaðilar sér rétt til að ógilda áskrift viðkomandi fjárfestis að hluta eða í heild. Söluaðilar meta einhliða hvort staðfesting á greiðslugetu eða trygging teljist fullnægjandi.

Seljendur mun falla frá útboðinu ef lágmarksáskrift sem tilgreind er í lýsingu félagsins næst ekki. Tilkynning um slíkt yrði birt í Nasdaq Iceland hf. Komi til þess verða áskriftir felldar niður og ógildar, einnig verður haft samband við fjárfesta sem greitt hafa greiðsluseðla og þeim endurgreitt.

Landsbankinn hefur umsjón með útboðinu.

Upplýsingar og tæknileg aðstoð vegna tilboðsbókar A veitir Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans hf.

Sími: +354 410-4040
Tölvupóstfang:
Frekari upplýsingar:

Upplýsingar og tæknileg aðstoð vegna tilboðsbókar B veitir Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf.

Sími: +354 410-4000
Tölvupóstfang:
Frekari upplýsingar:

 

Lýsing dagsett 3. maí 2021

Fjárfestakynnining á Síldarvinnslunni maí 2021