Anna Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, fyrst kjörin í stjórn 2013. Fæðingardagur 13. mars 1967. Anna er með Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem fjármálastjóri Gjögurs hf., áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandspósts ohf. frá 1998-2008. Anna er jafnframt framkvæmdastjóri Þingstaða ehf.

Anna situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Gjögurs hf., Íslenskra verðbréfa hf., Kallnesings ehf., Kjálkaness ehf., Loftleiða Cabo Verde ehf., Lögmannsstofu Jörundar Gaukssonar ehf. og StorMar ehf.

Anna er hluthafi í Kjálkanes ehf. sem á 17,44% hlut í Síldarvinnslunni hf. Anna á 22% eignarhlut í Kjálkanesi ehf. Hún á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf.

Anna er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háð stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Erla Ósk Pétursdóttir, meðstjórnandi, fyrst kjörin í stjórn 2023. Erla er með B.A. próf í hagfræði og tölvunarfræði frá Macalester College í Bandaríkjunum og  klárar MBA nám við Háskólanum í Reykjavík vorið 2023. Hún starfar í dag sem framkvæmdastjóri Marine Collagen ehf. Áður var hún meðal annars mannauðstjóri hjá Vísi hf. um fjögurra ára skeið. Erla hefur ekki setið áður í stjórn Síldarvinnslunnar hf.

Erla Ósk situr jafnframt í stjórnum Fisktækniskólans, Codland, Fiskifélagsins og Útvegsmannafélags Suðurnesja.

Erla Ósk á 2.145.923 hluti í Síldarvinnslunni hf.

Erla telst óháð stórum hluthöfum félagsins en telst háð félaginu og daglegum stjórnendum samkvæmt „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út 1. júlí 2021.

Guðmundur R. Gíslason, varaformaður, fyrst kjörinn í stjórn 2016. Fæðingardagur 19. febrúar 1970. Guðmundur er B.ed. gráðu í kennsluvísindum. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað og Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað, auk þess að vera framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Ness ehf. og Múlans samvinnuhúss ehf. Hann var áður framkvæmdastjóri Egilsbúðar í Neskaupstað, mannauðsstjóri ESS á Íslandi og framkvæmdastjóri Sjónaráss ehf.

Guðmundur situr jafnframt í stjórnum eftirtalinna félaga: B.G Bros ehf., Bærinn okkar (félagasamtök), Byggingarfélagsins Ness ehf., Ís-Travel Austurland ehf., SVN eignafélags, Seleyjar ehf,  Krabbameinsfélags Austfjarða, Múlinn samvinnuhús ehf. og Rekstrarfélagsins Molans, (félagasamtök).

Guðmundur er, eins og áður hefur komið fram, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað og Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað sem eiga samtals 11,81% hlut í Síldarvinnslunni. Hann á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf.

Guðmundur er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Baldur Már Helgason, meðstjórnandi, fyrst kjörinn í stjórn 2021. Fæðingardagur 6. mars 1976. Baldur er með Cand.sci. próf í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands (2000) og með löggilt próf í verðbréfaviðskiptum. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri verslunar, þjónustu og viðskiptaþróunar hjá Reginn hf. Hann var framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingarfélags (2017-2019), fjárfestinga- og sjóðsstjóri hjá Auði Capital (2009-2016), fjárfestinga- og lánastjóri hjá Íslandsbanka, m.a. í Bandaríkjunum og Danmörku (2000-2009). Baldur er auk þess skráður framkvæmdarstjóri eftirfarandi félaga: Smáralind ehf. og Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf.

Baldur hefur setið í stjórnum m.a. hjá Skeljungi, Sýn, Securitas, Já, Íslenska Gámafélaginu og Domino‘s Íslandi og í Noregi.  Baldur situr ekki í stjórnum annarra félaga í dag.

Baldur á 17.241 hluti í Síldarvinnslunni hf. Baldur telst óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, fyrst kjörinn 2003. Fæðingardagur 7. október 1952. Þorsteinn er með skipstjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og skipaverkfræðingur frá Norges Tekniske Högskole. Þorsteinn er stofnandi og forstjóri Samherja hf. og hefur gegnt því starfi frá árinu 1983. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri Ice-Tech ehf., Samherja Íslands ehf., Útgerðarfélags Akureyringa ehf., Kaldbaks ehf., Sæbóls fjárfestingarfélags ehf. og Fjárfestingarfélagsins Fjarðar ehf.

Þorsteinn situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: 600 Eignarhaldsfélags ehf., AO3 ehf., Barðstúns ehf., Eignarhaldsfélagsins Steins ehf., Fjárfestingafélagsins Fjörður ehf., Ice-Tech ehf., KABA sf., Kattarnefs ehf., Krossaness ehf., Oddeyrar ehf., Rifs ehf., Samherjasjóðsins ehf., Sigurafls ehf., Snæfells ehf. Þorsteinn er með prófkúru fyrir eftirfarandi félög: Samherja Fiskeldi ehf. og Ice Fresh Seafood ehf.

Þorsteinn er forstjóri Samherja hf. sem á 32,64% hlut í Síldarvinnslunni hf. Þorsteinn á 1.000.000 hluti í Síldarvinnslunni hf eða 0,06% í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf.

Þorsteinn er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Arna Bryndís Baldvins McClure, varamaður, fyrst kjörin í stjórn 2013. Fæðingardagur 2. júlí 1985. Hún er með ML-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og starfar í dag sem lögmaður hjá Samherja hf. Hún starfaði hjá LEX lögmannsstofu frá 2010-2013.

Arna situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Emerald Invest ehf., H5 ehf., Höldur ehf., Hólmdrangur ehf.

Arna er lögmaður hjá Samherja hf. sem á 32,64% hlut í Síldarvinnslunni hf. Arna á 15.000 hluti í Síldarvinnslunni hf. í eigin nafni eða 0,001%.

Arna er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háð stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Ingi Jóhann Guðmundsson, varamaður, fyrst kjörinn í stjórn 2001. Fæðingardagur 12. janúar 1969. Hann er með Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem framkvæmdastjóri Gjögurs hf. og Kjálkaness ehf. Hann var framleiðslustjóri Íslenskra sjávarafurða ehf. frá 1995-2000.

Ingi situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Ísfélags Grindavíkur ehf., K.R.- sport hf., Loftleiða Cabo Verde ehf., Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Sjóvá-Almennra trygginga hf, SVN eignarfélags ehf og StorMar ehf.

Ingi er hluthafi í Kjálkanesi ehf. sem á 17,44% hlut í Síldarvinnslunni hf. Ingi á 22% eignarhlut í Kjálkanesi ehf. Hann á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf.

Ingi er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Nefndir stjórnar

Endurskoðunarnefnd:

Guðmundur Kjartansson formaður
Arna Bryndís Baldvins McClure
Jakob Bjarnason