Anna Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, fyrst kjörin í stjórn 2013. Fæðingardagur 13. mars 1967. Anna er með Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem fjármálastjóri Gjögurs hf., áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandspósts ohf. frá 1998-2008. Anna er jafnframt framkvæmdastjóri Þingstaða ehf.

Anna situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Gjögurs hf., Íslenskra verðbréfa hf., Kallnesings ehf., Kjálkaness ehf., Loftleiða Cabo Verde ehf., Lögmannsstofu Jörundar Gaukssonar ehf. og StorMar ehf.

Anna er hluthafi í Kjálkanes ehf. sem á 34,2% hlut í Síldarvinnslunni hf. Anna á 22% eignarhlut í Kjálkanesi ehf. Hún á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf.

Anna er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háð stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Björk Þórarinsdóttir, meðstjórnandi, fyrst kjörin í stjórn 2013. Fæðingardagur 25. febrúar 1964. Björk er með Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfar í dag sem fjármálastjóri HS Orku hf. Hún var sérfræðingur og síðar fjármálastjóri Baxter International í Bandaríkjunum og Þýskalandi á árunum 1991-1996, fjármálastjóri símaframleiðandans Philips Consumer Communications í Frakklandi á árunum 1997-1998. Fjármálastjóri Silfurtúns á Íslandi og Silverton í Noregi árin 1998-2000. Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka hf. og forvera hans 2001-2016. Björk starfaði við ráðgjafa- og stjórnarstörf 2017-2020.

Björk situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Völku ehf. og Suðursala ehf.
Björk á ekki hlut í Síldarvinnslunni hf.

Björk er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Guðmundur R. Gíslason, varaformaður, fyrst kjörinn í stjórn 2016. Fæðingardagur 19. febrúar 1970. Guðmundur er B.ed. gráðu í kennsluvísindum. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað og Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað, auk þess að vera framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Ness ehf. og Múlans samvinnuhúss ehf. Hann var áður framkvæmdastjóri Egilsbúðar í Neskaupstað, mannauðsstjóri ESS á Íslandi og framkvæmdastjóri Sjónaráss ehf.

Guðmundur situr jafnframt í stjórnum eftirtalinna félaga: B.G Bros ehf., Bæjarins okkar (félagasamtök), Byggingarfélagsins Ness ehf., Hafnarbrautar 2 ehf., Ís-Travel Austurland ehf., SVN eignafélags, Seleyjar ehf,  Krabbameinsfélags Austfjarða og Rekstrarfélagsins Molans, (félagasamtök).

Guðmundur er, eins og áður hefur komið fram, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað og Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað sem eiga samtals 11,81% hlut í Síldarvinnslunni. Hann á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf.

Guðmundur er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Ingi Jóhann Guðmundsson, meðstjórnandi, fyrst kjörinn í stjórn 2001. Fæðingardagur 12. janúar 1969. Hann er með Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem framkvæmdastjóri Gjögurs hf. og Kjálkaness ehf. Hann var framleiðslustjóri Íslenskra sjávarafurða ehf. frá 1995-2000.

Ingi situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Ísfélags Grindavíkur ehf., K.R.- sport hf., Loftleiða Cabo Verde ehf., Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Sjóvá-Almennra trygginga hf, SVN eignarfélags ehf og StorMar ehf.

Ingi er hluthafi í Kjálkanesi ehf. sem á 34,2% hlut í Síldarvinnslunni hf. Ingi á 22% eignarhlut í Kjálkanesi ehf. Hann á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf.

Ingi er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, fyrst kjörinn 2003. Fæðingardagur 7. október 1952. Þorsteinn er með skipstjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og skipaverkfræðingur frá Norges Tekniske Högskole. Þorsteinn er stofnandi og forstjóri Samherja hf. og hefur gegnt því starfi frá árinu 1983. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri Ice-Tech ehf., Samherja Íslands ehf., Útgerðarfélags Akureyringa ehf., Kaldbaks ehf., Sæbóls fjárfestingarfélags ehf. og Fjárfestingarfélagsins Fjarðar ehf.

Þorsteinn situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: 600 Eignarhaldsfélags ehf., AO3 ehf., Barðstúns ehf., Eignarhaldsfélagsins Steins ehf., Fjárfestingafélagsins Fjarðar ehf., Ice-Tech ehf., KABA sf., Kattarnefs ehf., Krossaness ehf., Oddeyrar ehf., Rifs ehf., Samherjasjóðsins ehf., Sigurafls ehf., Snæfells ehf.

Þorsteinn er forstjóri Samherja hf. sem á 44,64% hlut í Síldarvinnslunni hf. Þorsteinn á 0,87% eignarhlut í Samherja hf í gegnum Eignarhaldsfélagið Stein ehf. Hann á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf.

Arna Bryndís Baldvins McClure, varamaður, fyrst kjörin í stjórn 2013. Fæðingardagur 2. júlí 1985. Hún er með ML-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og starfar í dag sem lögmaður hjá Samherja hf. Hún starfaði hjá LEX lögmannsstofu frá 2010-2013.

Arna situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Avena ehf., Emerald Invest ehf., H5 ehf., Hölds ehf., Hólmdrangs ehf., Omnia Invest ehf. og Svölutjarnar ehf.

Arna er lögmaður hjá Samherja hf. sem á 44,64% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hún á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf.

Arna er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háð stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Halldór Jónasson, varamaður, fyrst kjörinn í stjórn 2016. Fæðingardagur 11. febrúar 1959. Hann hefur starfað um langt árabil við sjómannsstörf, fyrst sem háseti og stýrimaður en síðan sem skipstjóri. Hann hefur einnig starfað sem leiðtogi hjá Alcoa Fjarðaáli sf. og yfirverkstjóri hjá VHE ehf. Halldór starfar nú sem stýrimaður á Aðalsteini Jónssyni skipi Eskju hf.

Halldór situr jafnframt í stjórnum eftirtalinna félagana: Eignarhaldsfélagsins Snæfugls ehf., JóPá ehf. Fells-Eyris ehf. Auk þess að vera eigandi Lovetank slf.

Halldór er hluthafi í Eignarhaldsfélaginu Snæfugli ehf. sem á 5,29% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hann á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf.

Halldór er óháður félaginu og daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Nefndir stjórnar

Endurskoðunarnefnd:

Guðmundur Kjartansson formaður
Anna Guðmundsdóttir
Arna Bryndís Baldvins McClure