Í gær var haldinn hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. í Safnahúsinu í Neskaupstað og með rafrænum hætti gegnum vefstreymi. Á dagskrá fundarins var einungis eitt mál: Kaupin á Vísi hf. Á fundinum var ítarlega farið yfir hvernig kaupin fara fram og hvaða möguleika þau skapa.

Tillaga um kaupin var síðan samþykkt samhljóða með 89,51% greiddra atkvæða en á fundinn voru mættir handhafar 89,54% hluta í Síldarvinnslunni.