
Annir hjá Vísisskipum
Það er ekki slegið slöku við hjá áhöfnum Vísisskipanna um þessar mundir. Ísfisktogarinn Jóhanna Gísladóttir GK landaði um 35 tonnum í Bolungarvík á sunnudaginn . Skipið var að veiðum djúpt á Halanum þegar það var kallað inn til löndunar vegna þess að fisk vantaði til vinnslu í vinnslustöðvum Vísis í Grindavík.
Góð veiði á Þórsbankanum
Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi eða 116 tonnum í heimahöfn á Seyðisfirði á mánudaginn. Heimasíðan ræddi við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra og spurði frétta af túrnum.
Bergur fór upp, Bergey kom niður
Fyrir nokkru fór Bergur VE í slipp til Akureyrar. Þar var skipið málað og gert fínt, vélar teknar upp og ýmsu öðru viðhaldi sinnt. Á meðal þess sem gerðist í slippnum var að nafni skipsins var breytt.
Kynning 1. ársfjórðungs Síldarvinnslunnar 2025
Gunnþór Ingvason forstjóri gerir grein fyrir niðurstöðum 1. ársfjórðungs 2025.
SÍLDARVINNSLAN HF.
Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.
VEIÐAR
Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.
VINNSLA
Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík.
STARFSFÓLKIÐ
Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum