Allir að vinna á loðnumiðunum

Birtingur NK að dæla úr nótinni. Ljósm. Ísak Fannar SigurðssonBirtingur NK að dæla úr nótinni. Ljósm. Ísak Fannar SigurðssonÍ gærkvöldi og í nótt var heldur leiðinlegt veður á loðnumiðunum við Reykjanes og lítil eða engin veiði. Í morgun lagaðist veðrið og nú fyrir hádegi var komin blíða. Heimasíðan hafði samband við Kristinn Snæbjörnsson skipstjóra á Birtingi skömmu fyrir hádegi og spurðist frétta. „Hér er ágætis veiði vestan við Reykjanes og ég held að allur flotinn sé að vinna. Flestir hafa verið að fá góð köst. Við erum með þriðja kastið; fengum 500 tonn í því fyrsta, 100 í öðru og það eru líklega um 400 tonn í núna. Loðnan virðist ekki vera á neinni hreyfingu þessa stundina og allur flotinn er hér í einum hnapp skammt frá Eldey,“ sagði Kristinn.

Þurrkuð loðna er besta snakkið

Kusa strýkur loðnu sem er í þurrkun. Ljósm. Hákon ErnusonKusa strýkur loðnu sem er í þurrkun. Ljósm. Hákon ErnusonÍ Neskaupstað hafa japönsku eftirlitsmennirnir Kusa og Shimozawa dvalið að undanförnu og fylgst með framleiðslu á Japansloðnu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Þeir hafa komið sér upp dálítilli aðstöðu á afviknum stað í verinu þar sem þeir þurrka loðnu til eigin neyslu. Þeir þræða bústna, hrognafulla loðnu upp á vír sem hengdur er upp og þar hangir hún til þurrkunar í ákveðinn tíma. Þeir félagar skoða loðnuna með reglulegu millibili og bíða spenntir eftir að hún verði tilbúin. Kusa strýkur hverri loðnu og talar um hvað þær séu girnilegar svona útbólgnar af hrognum.
 
Þegar þurrkunin er fullnægjandi er loðnan tekin og steikt eða bökuð í ofni að japönskum sið og þykir hið mesta sælgæti. „Svona loðna er frábær. Við borðum þetta eins og snakk á kvöldin að loknum vinnudegi og drekkum bjór með,“ segir Kusa. „Þetta er betra en annað snakk sem við þekkjum, algert hnossgæti,“ segja þeir félagar og glotta þegar þeir sjá svipinn á íslensku viðmælendunum. 

Fyrsta flokks Japansloðna

Líneik Haraldsdóttir, Kusa og Shimozawa skoða loðnusýni. Ljósm. Hákon ErnusonLíneik Haraldsdóttir, Kusa og Shimozawa skoða loðnusýni. Ljósm. Hákon ErnusonÍ gær var verið að frysta loðnu úr Bjarna Ólafssyni AK í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Bæði var fryst á Rússland og Japan; karlinn á Rússland og hrognafull kerlingin á Japan. Þegar tíðindamann bar að garði voru þau Líneik Haraldsdóttir og Japanirnir Kusa og Shimozawa að skoða sýnishorn af loðnunni. Kusa sagðist vera yfir sig ánægður með loðnuna sem bærist að landi þessa dagana. „Þetta er frábær loðna og einmitt eins og við viljum hafa hana,“ sagði Kusa. „Hrognafyllingin er 23-24% og loðnan flokkast afar vel. Þetta er mun betri loðna en við fengum á vertíðinni í fyrra og þess vegna erum við alsælir,“ sagði Kusa og brosti sínu blíðasta.
 
Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu tekur undir með Kusa og segir að loðnan sem berst að um þessar mundir sé afar gott hráefni. „Vinnslan gengur í reynd eins og best verður á kosið, en nú er þess ekki langt að bíða að hrognavinnsla hefjist,“ sagði Jón. „Það er ekki ósennilegt að hún hefjist um helgina.“
 
Þegar löndun lauk úr Bjarna Ólafssyni hófst löndun úr Beiti NK og gæði þeirrar loðnu var svipuð. Loðnan flokkast nánast fullkomlega og vinnslan gengur vel.
 
Bræla var á loðnumiðunum í gær og veður hefur einnig hamlað veiðum í dag. Birtingur landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og þar er verið að landa fullfermi, 2.500 tonnum, úr Berki. Í gær og fyrradag lönduðu Vilhelm Þorsteinsson og Polar Amaroq í Helguvík.