
Vertíðarfiskurinn ekki kominn á hefðbundnar slóðir
Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var mjög blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og rauðspretta. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir að vertíðarfiskurinn sé ekki enn kominn á hefðbundin vertíðarmið.
Gullver landar syðra
Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í Hafnarfirði í gær. Afli skipsins var 102 tonn og var hann blandaður. Þriðjungur aflans var þorskur, annar þriðjungur karfi og sá þriðji ufsi. Þórhallur Jónsson skipstjóri segir svo frá veiðiferðinni:
Stefnt að 10.000 tonnum
Frystihús Vísis í Grindavík tekur á móti um það bil helming þess afla sem Vísisskipin afla. Til viðbótar kemur fiskur til vinnslu frá öðrum skipum Síldarvinnslusamstæðunnar. Stefnt er að því að vinna 10.000 tonn á ári en þau markmið hafa tafist vegna náttúruhamfaranna.
Aðalfundur Síldarvinnslunnar 2025
Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf verður haldinn í Safnahúsinu Neskaupstað 20. mars 2025 kl 14:00.
Fundurinn fer einnig fram með rafrænum hætti.
SÍLDARVINNSLAN HF.
Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.
VEIÐAR
Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.
VINNSLA
Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík.
STARFSFÓLKIÐ
Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum