Misjöfn makrílveiði í íslensku lögsögunni

Beitir NK kom í fyrrakvöld til Neskaupstaðar með rúmlega 1.300 tonn af makríl og hófst vinnsla úr honum strax í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Töluverð áta er í fiskinum en engu að síður er hann góður til vinnslu, bæði stór og fallegur.

Kokkurinn gefur út bók um mat og menn um borð

Nýlega kom út bókin Brak og brestir en höfundur hennar er Garðar Bachmann Þórðarson fyrrverandi kokkur á togaranum Gullveri NS frá Seyðisfirði. Undirtitill bókarinnar er Matur og menn um borð í togaranum Gullveri NS 12. Garðar fékk Guðmund Snæ Guðmundsson til að brjóta um bókina og annast útlit hennar en Guðmundur er grafískur hönnuður.

Laust starf – Aðalbókari

Síldarvinnslan hf. leitar að talnaglöggum og nákvæmum aðila í starf aðalbókara til að hafa yfirumsjón og eftirlit með bókhaldi fyrirtækisins í Neskaupstað

Kynning á uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2024

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum fyrsta ársfjórðungs 2024

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 23.05.2024 klukkan 16:00

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum