Góð veiði hjá togurunum í vikunni

Togararnir hafa verið að gera það gott í vikunni og eru þeir að landa víða. Gullver NS landaði síðastliðinn mánudag á Seyðisfirði í fyrsta sinn eftir slipp. Aflinn var 82 tonn, þar af var mest af þorski eða 69 tonnum. Það þurfti að sigla stutt á miðin þar sem aflinn fékkst allur út á Glettinganesflaki.

Saltfiskverkun hjá Síldarvinnslunni

Eftir að hin svonefndu síldarár liðu undir lok hófst saltfiskverkun í verulegum mæli hjá Síldarvinnslunni. Á vetrarvertíðinni 1968 lögðu fjórir Norðfjarðarbátar stund á netaveiðar fyrir Suðurlandi og lögðu upp aflann hjá Síldarvinnslunni.

Kynning á árshlutauppgjöri 2 F 2023

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum annars árshlutauppgjörs 2023.

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 24.08.2023 klukkan 16:30

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum