Gullver landaði í Hafnarfirði

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í Hafnarfirði síðstliðinn laugardag. Heimasíðan ræddi við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra og spurði frétta. “Við vorum í eina fjóra daga að veiðum og fengum aflann mest í kantinum vestan við Halann, á Menjunni svokallaðri.

Makrílvertíðin undirbúin

Í gær efndi Síldarvinnslan til fundar í þeim tilgangi að undirbúa makrílvertíðina sem framundan er. Fyrirtækið hefur haldið slíka fundi undanfarin ár í þeim tilgangi að stilla saman strengi allra þeirra sem sinna verkefnum sem tengjast veiðum, vinnslu og sölu á makríl. Á slíkum fundum hefur einnig verið fjallað um ýmis önnur málefni sem þörf er á að ræða. Þennan fund sóttu um fimmtíu manns.

Umhverfishópur tekinn til starfa

Síldarvinnslan hefur ráðið átta ungmenni til starfa í umhverfishópi í Neskaupstað. Í hópnum eru sjö sem eru á sextánda ári og síðan flokksstjóri sem er átján ára. Umsjónarmaður með störfum hópsins er Eiríkur Karl Bergsson. Heimasíðan ræddi við Eirík og spurði hann um helstu verkefni hópsins.

Kynning á uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2024

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum fyrsta ársfjórðungs 2024

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 23.05.2024 klukkan 16:00

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum