Makrílvinnsla hefst í Neskaupstað á morgun

Vilhelm Þorsteinsson EA er væntanlegur til Neskaupstaðar í fyrramálið með fyrsta makrílfarminn sem þangað berst á árinu. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar er allt klárt til að hefja vinnslu og er það um viku fyrr en á síðasta ári.

Nú er sótt í ýsuna

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Neskaupstað í gærmorgun. Heimasíðan ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði hann hvernig hefði gengið.

Makrílvertíð að hefjast

Síldarvinnsluskipin, Barði NK, Beitir NK og Börkur NK, munu öll halda til makrílveiða frá Neskaupstað í dag. Leitað hefur verið að makríl síðustu dagana suðaustur af landinu en þar hefur lítið fundist og eru skipin sem þar leituðu komin út í Smugu. Grænlensku skipin Polar Amaroq og Polar Ammassak hafa verið að partrolla í Smugunni.

Kynning 1. ársfjórðungs Síldarvinnslunnar 2025

Gunnþór Ingvason forstjóri gerir grein fyrir niðurstöðum 1. ársfjórðungs 2025.

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum