Gott karfahol á dekkinu á Barða NK. Ljósm. Hreinn Sigurðsson
Gott karfahol á dekkinu á Barða NK. Ljósm. Hreinn Sigurðsson
Frystitogarinn Barði kom til Neskaupstaðar í nótt. Skipið er með nánast fullfermi og bilaða túrbínu. Að sögn Bjarna Ólafs Hjálmarssonar skipstjóra er uppisatða aflans karfi og ufsi og aflaverðmætið 97 milljónir króna. „Við vorum mest að veiðum fyrir vestan, í Víkurál og á Halanum,“ sagði Bjarni Ólafur. „Það var jöfn og góð veiði í túrnum, sérstaklega var karfaveiðin góð,“ sagði Bjarni Ólafur ánægður með árangurinn. 

Að sögn Bjarna Ólafs stóð til að Barði færi í slipp um næstu mánaðamót, en nú yrði væntanlega reynt að flýta slippferðinni. Ráðgert var að skipið yrði í slipp í einar þrjár vikur þannig að ljóst er að nokkur tími mun líða þar til Barði heldur til veiða á ný.

Þess skal getið að ísfisktogarinn Bjartur kom til löndunar á þriðjudag og var afli hans 99 tonn, uppistaðan þorskur og ufsi. 
Bleikur október
Bleikur október
Eins og öllum er kunnugt er október mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni eru allir landsmenn beðnir um að hampa bleikum lit fimmtudaginn 16. október til þess að sýna samstöðu í báráttunni gegn hinum illvíga sjúkdómi. Síldarvinnslan lætur sitt ekki eftir liggja í dag. Bleiki liturinn er hafður í hávegum og tertur skreyttar með bleiku eru á boðstólum á kaffistofum. Þá var öllum konum sem starfa hjá fyrirtækinu afhent hálsmen með Bleiku slaufunni.
Aldís Kristjánsdóttir starfsmanður fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði. Ljósm. Gunnar Sverrisson
Aldís Kristjánsdóttir starfsmanður fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði. Ljósm. Gunnar Sverrisson

> Lesa meira

Frystri síld landað úr Vilhelm Þorsteinssyni EA í gærkvöldi. Ljósm. Hákon Viðarsson
Frystri síld landað úr Vilhelm Þorsteinssyni EA í gærkvöldi. Ljósm. Hákon Viðarsson
Vinnsluskipin koma enn reglulega til hafnar í Neskaupstað og landa þar frystri norsk-íslenskri síld. Í gær var landað 500 tonnum úr Vilhelm Þorsteinssyni EA og nú er verið að landa tæpum 2000 tonnum úr Kristinu EA. Afli Kristinu er mestmegnis síld en að hluta til makríll. Von er á Hákoni EA til löndunar á morgun með 750 tonn af síld. Miklar annir eru hjá starfsmönnum frystigeymsla Síldarvinnslunnar bæði við móttöku afla og eins við útskipanir.
Tankahúsið bleiklýst. Ljósm. Hákon Viðarsson
Tankahúsið bleiklýst. Ljósm. Hákon Viðarsson
Október er bleikur í ár eins og undanfarin ár. Bleiki liturinn er hafður í hávegum til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í tilefni af átaki Krabbameinsfélags Íslands gegn þessum vágesti hefur Síldarvinnslan lýst húsið á mjöltönkum fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað með bleiku. Húsið er áberandi og blasir við þegar ekið er inn í bæinn og þegar siglt er inn í höfnina þannig að þeir sem eiga leið hjá eru tryggilega minntir á átaksverkefnið og hve brýnt er að allir taki virkan þátt í baráttunni fyrir bættri heilsu og heilbrigði lífi. 


Síða 1 af 135

Leturstærð
  • Bræðsla
  • Fiskiðjuver
  • Flot
  • Skip
  • Vinna
Starfsumóknir
Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar
Póstlisti
  {nomultithumb}
Starfsstöðvar
Neskaupstaður
Seyðisfjörður
Helguvík
Veðurstöðin
Hugmyndabankinn
Starfsmannagátt
Vefmyndavél
Bústaður
skipin
Barði NK120
Bjartur NK121
Börkur NK122
Beitir NK123
Birtingur NK124