
770 tonn upp úr sjó
Frystitogarinn Blængur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað í gærkvöldi að afloknum 30 daga túr. Landað verður úr skipinu í dag og á morgun. Aflinn var 770 tonn upp úr sjó að verðmæti 375 milljónir króna.
100 tonn á tímann
Börkur NK kom til Neskaupstaðar á páskadagsmorgun með fullfermi eða 3.250 tonn af kolmunna. Heimasíðan ræddi við Hjörvar Hjálmarsson skipstjóra og spurði hvernig veiðin gengi. “Það hefur verið mikill kraftur í veiðinni að undanförnu.
Gullversmenn komnir í páskafrí
Ísfisktogarinn Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði í gær með um 120 tonna afla. Nú eru Gullversmenn komnir í páskafrí og heldur skipið ekki til veiða á ný fyrr en á annan í páskum.
Aðalfundur Síldarvinnslunnar 2025
Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf verður haldinn í Safnahúsinu Neskaupstað 20. mars 2025 kl 14:00.
Fundurinn fer einnig fram með rafrænum hætti.
SÍLDARVINNSLAN HF.
Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.
VEIÐAR
Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.
VINNSLA
Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík.
STARFSFÓLKIÐ
Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum