Togararnir landa víða

Bergur VE er að landa um 70 tonnum í Vestmannaeyjum í dag, Vestmannaey VE landaði 53 tonnum í Neskaupstað í gær og Gullver NS 95 tonnum á Grundarfirði. Afli Bergs og Vestmannaeyjar var blandaður, mest þorskur og ýsa, en afli Gullvers var mest gullkarfi og þorskur.

Bergur og Vestmannaey landa fyrir austan

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Neskaupstað í vikunni, Bergur á miðvikudag og Vestmannaey í gær. Afli skipanna var blandaður, mest þorskur, ýsa og ufsi. Bæði skip fóru óvenju víða í veiðiferðinni og átti veðrið þar hlut að máli.

Kynning á uppgjöri 9 mánaðauppgjöri 2024

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum annars ársfjórðungs 2024

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 21.11.2024 klukkan 16:15

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum