Barði á kolmunna

Barði NK heldur væntanlega til kolmunnaveiða síðdegis í dag eða í kvöld. Heimasíðan ræddi við Þorkel Pétursson skipstjóra og spurði hvar yrði veitt. „Við munum taka veiðarfærin í dag og svo verður stefnan tekin beint í Rósagarðinn.

Gullver heldur til veiða eftir slipp

Ísfisktogarinn Gullver NS kom nýlega til heimahafnar á Seyðisfirði eftir að hafa verið í slipp á Akureyri um tíma. Gert er ráð fyrir að skipið haldi til veiða síðdegis í dag og ræddi heimasíðan stuttlega við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra.

1.700 tonn eftir 30 tíma

Börkur NK kom til Neskaupstaðar í fyrrinótt með tæp 1.700 tonn af norsk – íslenskri síld. Vinnsla á aflanum hófst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar síðdegis í gær þegar lokið var við að vinna síld úr Beiti NK.

Kynning á árshlutauppgjöri 2 F 2023

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum annars árshlutauppgjörs 2023.

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 24.08.2023 klukkan 16:30

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum