Enn berst kolmunni að landi

Kolmunnaveiðiskipin hafa landað í Neskaupstað og á Seyðisfirði að undanförnu og ekkert lát verið á starfsemi fiskimjölsverksmiðjanna. Barði NK kom til Neskaupstaðar með 2.050 tonn á sunnudag og á mánudaginn kom Hákon EA með 1.600 tonn.

Bjarni Ólafsson er virkilega flottur

Í janúarmánuði árið 2003 undirrituðu stjórnir Síldarvinnslunar og SR – mjöls samrunaáætlun fyrir fyrirtækin. Með samrunanum eignaðist Síldarvinnslan 38% hlut í útgerðarfélaginu Runólfi Hallfreðssyni ehf. á Akranesi en Runólfur Hallfreðsson gerði út uppsjávarveiðiskipið Bjarna Ólafsson AK.

Góður afli og björgunaræfing

Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði að lokinni veiðiferð í morgun. Aflinn var 111 tonn, mest þorskur og ýsa. Að sögn Hjálmars Ólafs Bjarnasonar skipstjóra var víða veitt.

Kynning á ársuppgjöri 2023

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum ársuppgjöri 2023

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 07.03.2024 klukkan 16:00

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum