- Details
-
Dagsetning: 09. Ágúst 2007
Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að veita 10 milljóna króna upphæð í afmælissjóð. Tilefnið er að í ár eru 50 ár frá stofnun félagsins og verður sjóðnum úthlutað þann 11. desember nk. á stofndegi félagsins. Afmælissjóðnum verður úthlutað til verkefna á sviði íþrótta og menningarmála í Neskaupstað.
Lesa meira...
- Details
-
Dagsetning: 08. Ágúst 2007
Hið árlega golfmót Neistaflug GN og SVN h.f. fer að vanda fram laugardaginn um verslunarmannahelgina og hefst kl. 7.30. Mótið verður glæsilegt og veitt vegleg verðlaun fyrir 1. – 3. sætið í höggleik karla, fyrir besta skor kvenna og unglinga, fyrir 1. – 5. sæti í opnum flokki skv. punktakerfi. Auk þess verða þrenn nándarverðlaun og að lokum dregið úr skorkortum viðstaddra við mótsslit. Í golfskálanum verða veitingar alla helgina og m.a. boðið upp á síldarhlaðborð að hætti Halla Kalla Jör og húsnefndar GN og eru allir gestir á Neistaflugi boðnir velkomnir að hlaðborðinu. Síldarvinnslan h.f. styrkir mótið af miklum myndarskap og þakkar stjórn GN fyrirtækinu frábæran stuðning bæði fyrr og nú.
Lesa meira...
- Details
-
Dagsetning: 08. Ágúst 2007
Aðalsteinn Helgason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. og í stað hans hefur Gunnþór Ingvason verið ráðinn framkvæmdastjóri. Jóhannes Pálsson hefur einnig verið ráðinn framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi ásamt því að hafa umsjón með markaðs, sölumálum og vinnslu.
Lesa meira...
- Details
-
Dagsetning: 08. Ágúst 2007
Í dag er síðasti skóladagurinn í Nesskóla og héldu krakkarnir upp á það með heljarmikilli karnivalgöngu. Var skólanum skipt upp í hópa, sem svo skipti sér á fyrirtækin í bænum og sungu fyrir starfsfólk. Blái hópurinn kom til okkar og söng fyrir okkur 2 lög og fengu svala að launum. Þökkum fyrir þessa skemmtilegu uppákomu.